Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Blaðsíða 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Blaðsíða 3
Líkan þetta gerði Páll Ragnarsson, fulltrúi siglingamálastjóra, af Iandgrunnsstöplinum. Á því sést greinilega hversu landgrunnið raunverulega er lítið og hvernig snar dýpkar, þegar út frá landinu kemur, einkum austan og sunnan við landið. — Þess má geta, að Loftur Bjarnason, útgerðarmaður, hefur gefið báðum stýrimannaskólunum svona líkan, svo að verðandi stýrimenn og skipstjórar geti kynnst okkar veigamikla landgrunni. Samstöðu um útfœrslu landhelginnar fagnað ÞAÐ var ánægjuleg stund, þegar fregnir bár- ust af einróma samþyJckt alþingismanna um að færa út fiskveiðilögsöguna á þessu ári. Mcð samþykktinni ættu síöustu hindrunum að vera rutt úr vegi fyrir algjörri samstöðu í landhelgismálinu. Ráðamenn þjóðarinnar og diplómatar hafa á undanfömum mánuðum öt- ullega unnið að því að kynna málstað okkar meðal erlendra þjóða og reynt að ná samning- um við þær þjóðir, sem útfærslan bitnar einna harðast á. Hversu þær umræður hafa gengið er lítið um vitað opinberlega. Fregnir utan að bera þó með sér, að lítill skilningur svokallaðra „vina“ okkar erlendis sé á málinu. Alvarlegar viðskiptabannsþvinganir virðast vera í upp- siglingu samfara strákslegum yfirlýsingum um alls lconar hótanir af freklegustu gerð. Okkur Islendingum ætti því að vera Ijóst, að framundan em alvörutímar og áreiðanlega hörð barátta. 1 þessu máli megum við ekki láta bugast héldur skal bökum saman snúið og mál- staðurinn varinn svo lengi sem stætt verður. Skiptir þá ekki máli, þótt frænckir okkar á Norðurlöndum eða „vinimir“ í Vestur-Evrópu þokist um set úr tengslum við okkur. Aðgerðir okkar beinast eingöngu að því að vernda fiskstofninn í sjónum, svo að íslenzka þjóðin verði ekki svipt lifsviðurværi sínu og möguleikum til að lifa í eigin landi. Með þjóð- um, sem ekki skilja þessi sannindi, og er reynd- ar sama um hvort fisJcur syndir í sjó eða ekki, eigum við enga samleið. — Ö. S. VlKINGUR 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.