Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Blaðsíða 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Blaðsíða 32
ar. Einnig var hann með Carli Löve og á Erlingi með Árna Magnússyni. Árið 1920 tekur ólafur stýri- mannapróf. Síðar verður hann skipstjóri með Baldur á færum og reknetum. Einnig var hann með Andvara og Rán um tíma. Síðan fer hann á togarann Hávarð ísfirðing og þar næst stýrimaður og síðar skipstjóri á Persi og loks bátsmaður á Há- varði Isfirðingi. Iiann gerðist síðan tollþjónn hér á Isafirði og gegndi þeirri stöðu í fjölda ára og var í því starfi vinsæll meðal sjómanna. Ólafur kvæntist árið 1926 Freyju Rósansdóttur og eignuð- ust þau tvo syni. Hinrík Guðmundsson Hann er fæddur 27. febrúar 1897 á ísafirði. Byrjaði til sjós innan við fermingu sem kokkur á skak- skútunni Val. Það var sama sag- an og hjá Árna Magnússyni. Þar létu menn illa við kokkinn. Það var eins og Þórbergur Þórð- arson sagði: „Það var ekki fyrir fjandann sjálfan að vera á skaki i þá daga“. Þar næst fer Hinrik á Gunnar sem kokkur, svo mikið hefur hann mátt gegnum ganga. Síðar var hann með Eiríki bróður sínum á Barðanum, fyrst sem háseti, en seinna sem stýri- maður. 18 ára gamall tók hann stýri- mannapróf. 21 árs gamall byrjar hann skipstjórn á Eir. Þar næst er hann á togurum sunnanlands í 6—7 ár. Þá kemur hanrt aftur til ísafjarðar og gerist skipstjóri á Auðbirni og er með hann í 11 ár. Er svo á ýmsum skipum skip- stjóri þar á eftir. Hann er sam- fleytt til sjós í 40 ár. I stjórn Bylgjunnar var hann í mörg ár og hætti störfum sem gjaldkeri félagsins fyrir 3 árum og var þá gerður að heiðursfélaga Bylgj- unnar. Hinrik kvæntist Elísabetu Guðrúnu Hálfdánsdóttur árið 1930. Þau eignuðust 4 syni. Auk VlKINGUR Sitjandi frá vinstri: Sölvi Ásgeirsson, Flateyri, Hinrik Guðmundsson, Isafirði. Aftari röð frá vinstri: Ólafur Ásgeirsson, Isafirði og Árni Magnússon ísafirði. Bylgjunnar og í stjórn hennar í fleiri ár. Næsta ár fór Árni á ann- an skakbát sem kallaður var Hákarla-Gunna. 14 ára byrjaði hann svo á mótorbátum. 17 ára lærði hann stýrimannafræði hér á Isafirði. 18 ára verður hann fyrst skipstjóri og er það síðan af og til á fjölmörgum skipum, meðan hann stundaði sjó. Hann var til sjós þangað til í vor, er heilsa hans bilaði. Hann var því til sjós í 66 ár. Geri aðrir betur. Árni kvæntist árið 1918 Brynj- ólfínu Jensen og eignuðust þau 4 böm, tvo syni og tvær dætur. Auk þess ólu þau upp tvo fóstur- syni. Ólafur Asgeirsson Hann er fæddur 14. desember 1894 á Svarfhóli í Súðavíkur- hreppi. Byrjaði hann til sjós 15 ára gamall á áraskipi í ögur- nesi með Bjarna Einarssyni. Var í Ögurnesinu þrjár vertíðir, eina vorvertíð og tvær haustvertíðir. Til ísafjarðar fór hann 1910. 1912 ræðst hann sem háseti á togarann Jón forseta, og síðar fór hann á togarann Rán. Fór síðan út til Danmerkur til að sækja Sigurð I., þá nýsmíðaðan, sem síðar varð frægur undir nafninu Gotta. Þar næst er hann á Kára með Magnúsi Magnús- syni, fyrsta formanni Bylgjunn- 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.