Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 20

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 20
en þá var sáð í um 6000 ha árlega (Búnað- arrit). Eftir það hefur túnrækt farið minnk- andi og nú er svo komið að nýsáningar ná vart 1000 ha á ári. Ekki hefur verið greidd- ur styrkur til ræktunar samkvæmt jarð- ræktarlögum eftir 1991 og þar með hefur skýrsluhald fallið niður. ■ LEIT AÐ HENTUGU SÁÐGRESI Með aukinni túnrækt jókst þörfin fyrir sáðgresi. Frá 1921 til 1992 hefur verið sáð í um 169 þús ha (3. mynd). Ef gert er ráð fyrir því að sáðmagn sé um 30 kg fræs í ha jafngildir það því að sáð hafi verið rúmum 5 þúsund tonnum af grasfræi á þessu tíma- bili. Fljótlega var farið að huga að því hvort gerlegt væri að rækta íslenskt fræ hér á landi samkvæmt þeirri skoðun að gott heimaræktað fræ hentaði best íslenskum túnræktarskilyrðum, og hóf Klemenz Kr. Kristjánsson (1969) fyrstu rannsóknir sínar upp úr 1920. Tilraunastöðin á Sáms- stöðum í Fljótshlíð var beinlínis sett á laggirnar 1927 til þess að rækta þar ís- lenskt grasfræ og á dögum Klemenzar voru þar ræktaðar 26 smálestir á 36 ára tímabili. Fræræktin féll síðan niður um sinn en var endurvakin 1975. Framleiðslan var þó lengstum lítil eða allt þar til Fræ- verkunarstöðin í Gunnarsholti var sett á laggirnar 1989. Síðan hefur hún vaxið hröðum skrefum. Það er því nokkuð ljóst að í nýsáningar var að stórum hluta frá upphafi sáð erlendu gras- og belgjurtafræi. Hefur það haldist svo að mestu fram á þennan dag. Erfitt er að afla upplýsinga um raunverulegan innflutning fyrr á árum. Það er ekki fyrr en árið 1971 að farið er að taka saman tölur um innflutning og er það fyrst í höndum jarðræktardeildar Rannsóknastofnunar landbúnaðarins og síðar eftirlitsdeildar sömu stofnunar, en frá miðju ári 1994 hefur Aðfangaeftirlitið séð um skýrslu- haldið. Fjölmargar tegundir og stofnar af er- lendum uppruna hafa verið prófaðir í til- raunum undanfarna áratugi, bæði til tún- ræktar og uppgræðslu. Reynt hefur verið að leiðbeina um innflutning á sáðgresi samkvæmt þeim niðurstöðum sem fengist hafa úr þeim lilraunum. Hefur það tekist misjafnlega en síðustu ár hefur lítið sem ekkert verið flutt inn af stofnum sem ekki hafa verið prófaðir nokkuð áður. Mikil breyting varð á þegar sett var reglugerð um innflutning og verslun með sáðvöru 26. mars 1971. Þá var m.a. ætlast til að birt væri skrá yfir þær nytjajurtir, tegundir, afbrigði og stofna sem mælt er með að notaðir séu til ræktunar í landinu á hverju ári. Árið 1978 voru síðan sett ný lög þar sem tekið var saman eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Samkvæmt þeim lög- um og reglugerð frá nr. 256 frá 1981 var skylt að gefa út lista árlega yl'ir þá stofna sem heimilt væri að selja án sérstaks leyfis frá eftirlitsdeild Rannsóknastofnunar land- búnaðarins. I stofnaprófununum hafa í gegnum árin verið prófaðar fjölmargar tegundir og stofnar. Aðeins örfáar tegundir hafa þó orðið ríkjandi í ræktun. Ymsar nýjar teg- undir hafa verið reyndar en aðeins ein þeirra hefur náð fótfestu. Er það berings- puntur frá Alaska. Hefur hann reynst þokkalega í túnrækt og ágætlega til upp- græðslu, einkum þar sem landið er friðað fyrir beit (Þorsteinn Tómasson 1984). Nú er svo kornið að fræ af beringspunti er ræktað á um 220 ha lands í Fræverkunar- stöðinni í Gunnarsholti. ■ ÍNNFLUTT SÁÐGRESI í ÍSLENSKUM TÚNUM OG í UPPGRÆÐSLU Hægt er að tína saman héðan og þaðan hvaða grastegundir það voru sem mælt var með til ræktunar hér eða fluttar voru inn þótt ekki sé vitað um heildarmagn hverrar tegundar fyrr en eftir 1970. Fram til 1930 reyndu gróðrarstöðvarnar í Reykjavík og á Akureyri fjölmargar tegundir grasa í sáðsléttur (sjá Sturla Friðriksson 1956, Guðmundur Jónsson 1978). Eftir niður- 130
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.