Náttúrufræðingurinn - 1995, Síða 24
Ha, þús
1961 1966 1971 1976 1981
Ár
7. mynd. Ræktun grœnfóðurcikra frá því
grœnfóður- og kornrœkt hófst 1961 fram
til 1985 er skýrsluhald lagðist af (Bún-
aðarrit).
mestum hluta innflutta túnvingulsins verið
sáð af Landgræðslu ríkisins um land allt
og einnig hefur Vegagerð ríkisins sáð
túnvingli í vegkanta. Má telja að þarna sé
kominn nýr landnemi í íslensku llóruna.
Með erlenda sáðgresinu bárust til
landsins ýmsar aðrar plöntutegundir sem í
flestum tilfellum var illgresi í fræökrum
erlendis. Sumar þessara tegunda ílentust
um skamma hríð en nokkrar þeirra hafa
náð fótfestu (Ingólfur Davíðsson 1967).
Einnig eru dæmi um að sjaldgæfar sáð-
gresistegundir hafi tórt lengi í túnum eða í
nánd við ræktað land (Hörður Kristinsson
1986).
■ KORN'OGGRÆNFÓÐURRÆKT
Upphaf kornræktar á síðari tíma má telja
þegar Klemenz Kr. Kristjánsson varð til-
raunastjóri á Sámsstöðum 1927. Hann
hvatti menn mjög lil kornræktar og tókst
um síðir að vekja verulegan áhuga bænda.
Á árunum frá 1950 voru veittir jarðabóta-
styrkir vegna nýrra akra. Fram til 1960
voru þetta einkum kartöfluakrar og akrar
til framleiðslu annars grænmetis. Korn-
rækt mun hafa náð hámarki upp úr 1960.
Árið 1961 var t.d. sáð í um 280 ha í Gunn-
arsholti (Morgunblaðið 9. sept 1961). í
kringum 1965 féll kornrækt nær því niður
nema á tveimur bæjum og þráðurinn var
ekki tekinn upp að marki fyrr en um 1980.
Sumarið 1994 var kornrækt á um 600 ha.
Um 1960 hófst grænfóðurrækt að marki og
hefur hún farið vaxandi síðan (7. mynd).
Náði hún mest tæpum 6000 ha árið 1985,
en þá var hætt að greiða jarðabótastyrki og
féll skýrsluhald þar með niður. Miðað við
fræinnflutning síðastliðin þrjú ár hefur
grænfóðurrækt dregist saman um nær
helming frá því sem mest var.
Kornrækt byggist á því að sá byggi, sem
er einær grastegund, til þroska. Hér hefur
ávallt verið notast við erlend afbrigði og
þau einkum sótt til Noregs og Svfþjóðar.
Fyrir og um 1960 var mest notast við
afbrigðin Edda, Flpya, Jptun og Herta frá
Noregi og Svíþjóð. Upp úr 1960 kemur
sænska afbrigðið Mari á markað og hefur
verið hryggjarstykkið í íslenskri kornrækt
síðan. Það var ekki fyrr en sumarið 1993
sem afbrigðum í ræktun fjölgaði verulega
(8. mynd).
Til grænfóðurs eru ræktaðar gras- og
káltegundir, einærar eða tvíærar en nýttar
sama sumarið og þeim er sáð. Þegar græn-
fóðurrækt hófst að marki var einkum sáð
fóðurmergkáli (Brassica oleracea var.
acephala) og bættist haustrepja (Brassica
napus var. biennis) fljótt við. Síðar var svo
farið að rækta einært rýgresi, hafra og
bygg til grænfóðurs. Á árunum 1971-1976
var rýgresi, hafrar og kál 30% af heildar-
flatarmáli undir grænfóðri ár hvert og
bygg var um 10%. Séu síðastliðin þrjú ár
tekin til samanburðar hefur ræktun byggs
og hafra minnkað verulega og eru þær
tegundir samanlagt um 15% af heildar-
flatarmáli, kál heldur sínum hlut, en
rýgresisræktun hefur aukist verulega og er
nú liðlega helmingur allrar grænfóður-
ræklar. I grænfóðurrækt skiptir vetrarþol
ekki máli og því eru þeir stofnar og
afbrigði sem notuð eru suðrænni að kyni
en flestar aðrar fóðurjurtir. Afbrigði af
höfrum og byggi sem hér eru ræktuð til
grænfóðurs eru að jafnaði ætluð til korn-
frantleiðslu í heimalöndum sínum. Sama
máli gegnir um repju að einhverju leyti.
Grænfóðurbygg hefur oftast verið danskt
og þau afbrigði sem ódýrust hafa verið á
fræmarkaði hverju sinni. Afbrigði af
höfrum hafa verið valin af nokkurri kost-
gæfni og hafa flest afbrigði verið sænsk
134