Náttúrufræðingurinn - 1995, Síða 28
1. mynd. Rjúpnapar á óðali, Úlfarsfell 9. maí 1995. - A territorial cock Rock Ptarmigan
and a hen, May 1995. Mynd/photo Jóhann Oli Hilmarsson.
fyrir hvert svæði kemur í ljós að þau eru
ekki öll jafn fljóttalin. Hlutfallslega
minnst vinna fór í að telja tvö stærslu
svæðin, Hafursstaði og Birningsstaði, að
meðaltali 70 og 88 mannmínútur/km2, hin
svæðin voru með að meðaltali 108 til 149
mannmínútur/km2.
Oftast unnu tveir menn saman að hverri
rjúpnatalningu. Þeir gengu saman um allt
talningasvæðið og héldu jöfnu bili á milli
sín. Hvert svæði var gengið á sama hátt ár
hvert. Annar talningamaðurinn var með
kort af svæðinu og merkti inn á það allar
rjúpur sem hann sá og þær rjúpur sem hinn
benti honum á. Einnig voru merktir á kort-
ið allir fiðurflekkir sem fundust og flug-
fjöðrum, stélfjöðrum og lituðum bol-
fjöðrum safnað úr þeim (2. mynd). Þessir
flekkir eru leifar af rjúpum sem rándýr,
oftast fálkar en líka hrafnar (Corvus corax)
eða tófur (Alopex lagopus), höfðu skilið
eftir sig.
I vinnustofu skoðaði ég fjaðrirnar úr
hverjum fiðurflekk og reyndi að ráða í
hvort hann væri nýr, þ.e. frá vori (apríl-
maí), eða gamall, þ.e. frá hausti eða vetri.
Aldur réð ég af ástandi fjaðranna, meðal
annars áferð, viðkomu, sliti á flugfjöðrum
og stélfjöðrum og lit bolfiðurs. Gamlir
flekkir voru minni og dreifðari en nýir og
fjaðrirnar klesstar og stundum settar svört-
um myglublettum. Gamlar flugfjaðrir og
stélfjaðrir hafa glatað fjaðurmagni, sem
nýjar fjaðrir hafa, og brotna ef þær eru
sveigðar. Stélfjaðrir úr gömlum fiður-
flekkjum (frá hausti eða vetri) eru með
breiða hvíta rönd í endann. Á lifandi fugl-
um slitnar þessi rönd þegar líður á veturinn
og á vorin er hún horfin eða hefur mjókkað
mikið. Mikill munur er á lituðu bolfiðri frá
hausti og vori. Rándýrin skilja stundum
eftir í flekknum bein eða innyfli úr bráð-
inni og þær leifar auðvelda mjög aldurs-
greiningu.
Reynt var að ákvarða ástæðu vanhalda í
hverju tilviki fyrir sig og voru notaðir 5
flokkar. Þessir flokkar voru: fálki, hrafn,
tófa, ógreint og slys.
Auðvelt er að greina ef tófa hefur étið
rjúpu, því stór bein (upphandleggsbein,
lærbein og fleiri) eru bitin í sundur, væng-
urinn er nagaður fram að handarbeinum og
flugfjaðrirnar bitnar af í einu knippi,
þannig að fjaðurstafirnir eru í sundur
138