Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 38
3,5
S 3,0
o 2,5
S> 2,0
E
1,5
0,5
1980
1982
1984
1986
1988
1990
1992
1994
7. mynd. Stofnvísitölur fyrir rjúpu á Norðausturlandi byggðar á
heildartölu karra á talningasvœðum og niðurstöðum talninga,
vegnar með tilliti til þéttleika (karrar/km2) þannig að svœði með
mestan þéttleika gilda mest, og vegnar með tilliti til fjölda þann-
ig að svceðin verða öll jafngild. Til að gera línurnar sambœrileg-
ar er talanfyrir 1981 sett sem 1. - Population indexes for Rock
Ptarmigan in NE-Iceland based on unweighted sums, weighted
with respect to density (males/km2) and weighted with respect to
numbers (all plots equal). 1981 is placed at 1 for all indexes.
IIJ egg
(Arnþór
bæði hlaupið og flogið rétt áður en hann
náði hcnni. Einnig hef ég munnlegar
heimildir sjónarvotta að rjúpnadrápi
hrafna (Theodór Gunnlaugsson, Héðinn
Olafsson). Reyndar fara nær allar rjúpur
sama veg, hvort sem þær eru drepnar af
rándýrum eða láta iífið á annan hátt, því
rándýrin, hrafn, fálki og tófa, hirða og éta
allt sjálfdautt. Af 367 vanhöldum á taln-
ingasvæðum voru aðeins tveir fuglar ekki
vargétnir, báðir nýdauðir eftir að hafa
flogið á.
Afföll RJÚPNA
Hægt er að nota tölur um samanlagðan
fjölda fugla á athuganasvæðum vor hvert
(4. mynd), aldurshlutföll að vori (5. tafla)
og meðalstærð ungahópa (4. taila) til að
gera sér hugmyndir um heildarafföll
rjúpna, fugla á fyrsta ári og eldri, yfir árið.
Miðað er við að kynjahlutföll séu jöfn að
vori (Arnþór Garðarsson 1988) og að af-
föll á kvenfuglum yfir sumarið frá komu-
degi fram í byrjun ágúst séu 15% (5. mynd
og áætiun) og að 7% af kvenfuglum á lífi í
byrjun ágúst séu ungalaus (samanber bis.
145). Afföll unga
reiknast frá 1. ágúst
fram á vor og á
fullorðna fugla frá
komu í varplöndin að
vori til sama dags að
ári. Meðalstærð urptar
(orpin egg) er tekin
sem 11 egg í hreiðri.
Rannsóknir í Hrísey
sýndu að urptin breyt-
ist lítið milli ára og var
að meðaltali 10,4 til
hreiðri
Garðarsson
1988). Miðað við II
egg á kvenfugl og
þekkta fjölskyldustærð
í byrjun ágúst (4. tafla)
er ljóst að afföll eru
tiltölulega lítil á eggj-
um í hreiðri og á
litlum ungum. Undan-
tekning frá þessu er
þegar sumarhret drepa litla unga í stórum
stíl líkt og gerðist 1966 (Arnþór Garðars-
son 1988). Ég skoðaði einnig með þessum
gögnum frá Norðausturlandi 1981 til 1994
hliðstæðar tölur frá Hrísey 1963 til 1969
(Arnþór Garðarsson 1971, 1988).
Breytingar á þéttleika milli ára réðust
bæði af dánartölu fugla á fyrsta ári og full-
orðinna. Afl'öll á fuglum á fyrsta ári voru
alltaf mikil, í fækkunarárum voru þau að
meðaltali 87% (staðalfrávik 4,13, spönn
79-93%) en 73% í fjölgunarárum (staðal-
frávik 4,58, spönn 65-79%). Afföll á eldri
fuglum voru minni og breytilegri, í fækk-
unarárum voru þau að meðaltali 62%
(staðalfrávik 7,87, spönn 47-78%) en 54%
í fjölgunarárum (staðalfrávik 12,58, spönn
33-71%). Samkvæmt þessum gögnum
verða mestöll afföllin yfir veturinn, þ.e.
eftir að fuglarnir hafa yfirgefið varplönd-
in. Við vitum ekki hvað veldur auknum
afföllum fugla á fyrsta ári í fækkunarárum
né heldur hvenær vetrar þau verða. Arnþór
Garðarsson (1988) hefur reynt að nálgast
þetta með því að nota aldurshlutföll úr
veiðinni og að gefa sér fyrirfram hve stór
148