Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1995, Síða 57

Náttúrufræðingurinn - 1995, Síða 57
Fílar ÖRNÓLFU R THORLACIUS Auk tveggja tegunda fíla sem nú eru uppi liafa verið skráðar 350 tegundir útdauðra dýra af œttbálki ranadýra, Proboscidea. Fá dýr vekja meiri for- vitni tnanna en fílarnir. / þessari grein er saman tekinn ýmis fróðleikur um þessi stórvöxnu spendýr, um líkams- gerð þeirra, lífshœtti og þróun og um samskipti fíla og nutnnafrá steinöld til nútíma. ílar eru stærstu núlifandi land- dýrin. Líkast til hafa aldrei þrif- ist stærri spendýr á landi, nema ________ stærstu jarðletidýr, Megatherium americanum, sem lifðu í Suður-Ameríku fyrir um hálfri milljón árá. Ef einnig er litið til annarra landhryggdýra en spendýra voru stærstu stóreðlur miðlífsaldar samt enn stærri. Nú eru uppi tvær tegundir fíla, afríkufíll, Loxodonta africana, í Afrfku sunnan Sa- hara, og indlandsfíll eða asíufíll, Eleþhas maximus, á Indlandsskaga og víðar á meginlandi Suðaustur-Asíu og á eyjunum Sri Lanka, Súmötru og Borneó. Nokkur út- litsmunur er á þessum dýrum (1. mynd). Afríkufíllinn er að jafnaði stærri. Tarfar verða þriggja til ijögurra metra háir og allt Örnóll'ur Thorlacius (f. 1931) lauk fil.kand.-prófi í liffræði og efnafræði frá Háskólanum í Lundi í Sví- þjóð 1958. Hann var kennari við Menntaskólann í Reykjavík 1960-1967, Menntaskólann við Hamra- hlíð 1967-1980 og rektor þess skóla 1980-1995. Samhliða kennslustörfum hefur Örnólfur samið kennslubækur og hann hafði um árabil umsjón með fræðsluþáttum um náttúrufræði í útvarpi og sjón- varpi. Hann var um skeið ritstjóri Náttúrufræðingsins. að IV2 lest. Indlandsfílar geta orðið tveggja og hálfs til þriggja metra háir og 5 lestir. Indlandsfíll er með kryppu á baki en hryggur afríkufíls gengur niður í boga á milli herðakambs og lendar. Enni ind- Iandsffls er hvelft en flatt á afríkuffl. Afríkufíll er ineð stærri eyru en indlands- ffll. Gildir fæturnir eru með fimm tær, en ystu tærnar eru rýrar og ekki alltaf með neglur (hófa). Indlandsfíll er með fjóra hófa á afturfótum (stöku dýr þó með fimni) og fimm á framfótum. Flestir afríkufílar eru með þrjá hófa á afturfótum og fimm á framfótum. Tennur ffla eru sérkennilegar. I efri gómi eru tvær framtennur, afar stórar skögultennur eða höggtennur. Þær eru nær eingöngu úr tannbeini (,,fflabeini“). Að- eins fremst er hetta úr glerungi. Högg- tennurnar eru stærri í afríkufíl en indlands- ffl og stærri í törfum en kúm. Þær vantar raunar í flestar kýr indlandsfíls. Núlifandi fílar hafa ekki framtennur að neðan. Augntennur eru engar en einn gríðarstór jaxl alsettur grófum fellingum í hverjum gómhelmingi, alls fjórir (2. mynd). Þar sem ffllinn er matfrekur og neytir hrjúfrar fæðu, eins og trjágreina, slitna jaxlarnir með tímanum. Jafnharðan og einn eyðist, á 6-10 árum, tekur annar að vaxa fyrir aftan liann, þokast fram og kemur í hans stað og svo koll af kolli uns komnir eru sex. Ef fíll lifir það að allir jaxlarnir eyðist sveltur hann í hel. Fílar lifa í mesta lagi fimmtíu til sextíu ár í nátt- úrunni. í dýragörðum og sirkusum, þar sem fóðrið er mýkra, slitna jaxlarnir hægar og fílarnir gela orðið áttræðir. Nattiirufræðingurinn 65 (3-4), bls. 165-177, 1996. 165
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.