Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 75
4. mynd. Horft til norðurs vestan við Leiðólfsfell. Fremst loftborin grjóturð og vikur frá
fyrsta þœtti gossins. Skáli gangnamanna sést til hœgri og Skaftáreldahraun er á miðri
mynd. Örin lengst til vinstri bendirá grjót- og öskuflóðið en handan þess eru gígirnir sem
gosið komfrá. - View to the north west of Leiðólfsfell. Airborne clasts in the foreground,
farther the Laki-flow of 1783 and still farther the old craters from the eruption at
Leiðólfsfell. Mynd/photo Jón Jónsson.
■ ELDVARP OG HRAUN
Aðurnefndir hraunhólar er það eina áber-
andi sem sést af eldstöðinni sjálfri. Hól-
arnir eru raunar fremur gígrimar eða hlutar
af slfkum myndunum því sjálft uppvarpið
er hulið Skaftáreldahrauni, en það hlýtur
að vera vestan hólanna. Tvær gígskálar má
þó enn sjá við hólana að austanverðu en
ekki hefur hraun frá þeim runnið. Önnur
skálin er röskir 50 m í þvermál og botn
hennar þakinn hrauni úr síðasta gosi. Hin
er minni, lítið eitt sunnar, um 20 m djúp og
með hraunsvuntu hangandi inn yfir barm.
Enda þótt ekki sjáist meira af eldstöðinni
en þetta þykir ljóst að um meiriháttar
sprungugos hafi verið að ræða. Um útlit
eldvarpsins verður að öðru leyti ekki sagt
en af áðurnefndri gosmalardreif er ljóst að
mikil sprengivirkni hefur verið a.m.k. í
byrjun gossins.
Norður af gíghólunum gengur allhár
ávalur hryggur eða ás, á 3. mynd merktur
sem tilheyrandi þessu gosi en nokkur
fyrirvari um það skal liafður. Sé það rétt
hefur eldstöðin verið nokkuð löng gjá eða
gígaröð. Þetta er að svo komnu máli talið
líklegast, en vert er að minna á aðra
hugsanlega skýringu á myndun þessa
hryggjar og skal nú að því vikið. Það hefur
smám saman orðið ljóst að löngu fyrir
Skaftárelda liafa tvö stórgos orðið í
Eldborgaröðum (Lakagígum) og hefur þótt
eðlilegt að kenna það sem líklega hefur
verið þeirra mest við Rauðöldur (Jón
Jónsson 1990, 1994). Hraun frá því gosi
má, víða nokkuð, sjá inni á hálendinu,
stundum og mest áberandi í þyrpingum
gervigíga (Jón Jónsson 1994a, 1994b,
1995) en einnig er lalið að það sé á stóru
svæði niðri í byggð (sjá síðar), en þangað
hefur það runnið sömu leið og Skaftárelda-
183