Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1995, Síða 80

Náttúrufræðingurinn - 1995, Síða 80
þeim og lautinni. Sjálf eru björgin yfirleitt um 1 m í þvermál eða lítið eitt meira. Þau eru mynduð úr um 8-10 cm þykku hraun- storkulagi sem vafið er utan um smágrýti. Þetta umvaf er stuðlað geislalægt út frá miðju kúlunnar og yst með húð sem nálgast glerun, en það þykir vitna um hraða kælingu. Allt þetta er talið renna stoðum undir áðurgreindar niðurstöður að um grjót- og öskuflóð sé hér að ræða, en lautirnar (trektirnar) gasrásir (degassing pipes) upp gegnum heitt flóð. Gasið hefur átt greiðari leið þar upp sem björgin voru fyrir. Nauthólmar heitir þarna allstórt svæði sem ekkert hraun hefur runnið yfir. Það er með þykkum jarðvegi í afh'ðandi halla til þess megindals sem Skaftá hefur sorfið sér í aldanna rás en tíðum mætt truflunum frá eldflóðum sem notuðu sér farveg hennar, síðast 1783. Þar hefur staðið stríð milli elda og vatns. Efst á þessu svæði hefur aurflóðið þynnst út og liggur þar beint ofan á ösku og vikri frá sama gosi, því engin skil verða þar á milli greind í sniði sem er meira en 2 metrar. Auðvelt er að fá góð snið þarna í farvegum lækja sem koma beint undan þessum gosmyndunum og renna á jökul- bergi. Niður með einum slíkum farvegi má sjá hvernig öskuflóðið leggst út á jarðveg og fjarar að lokum þar út. Ofantil er það aðeins gróið mosa með smávegis jarðvegs- myndun hér og þar. Neðar er um 1 metra þykkur jarðvegur kominn ofan á þetta lag, sem þá er orðið ösku- og vikurlag, en í þeim jarðvegi eru öskulög sem síðar verður fjallað um. Enn skal undirstrikað að það sem einkennir allt efni frá þessu gosi er hið ytra form þess. Hér verður talið að það stafi af því að hraunkvikan hafi í gosrásinni komist í snertingu við grunn- vatn. Grunnvatnsstaða er og hefur alltaf verið há á þessu svæði. Aðrennslissvæði er stórt, gæti náð upp í jökul, og líkur fyrir að dalurinn norðuraf sé sig og sprungukerfi eftir honum. Norðaustur af Leiðólfsfelli takmarkast dalurinn að austanverðu af þverhníptum hamrastalli, sem túlkaður er sem misgengi, en undir hömrunum helur á einum stað gosið endur fyrir löngu og leifar af því eldvarpi, gosmöl og vikur, hallast upp að og aðeins upp yfir hamrana. Þetta er aðeins sunnan við Rauðhóla og Eyrahólma. Ekki er áður um þá eldstöð getið. ■ gosmöl og aska Hér að framan hefur verið drepið á grófa grjót- og gosmalarlagið suður af eldstöð- inni. í því er mikið af framandsteinum, fluggrjóti úr gosinu, en afstaða þessa grófasta hluta útkastsins frá gosinu þykir benda lil þess að hvöss norðanátt hafi verið ráðandi í upphafi gossins þar sem ekkert þessu líkt er að finna norðan hrauns, undir Sæmundarskeri, en þykk ösku- og vikurlög eru þar um allt. Öskulög frá þessu gosi hafa verið rakin og þykkt þeirra mæld norðan frá Hnútuhólma sem hér segir: I Hnútuhólma og Hrossatungum 6-9 cm, norðan í Galta 6-7 cm, við innri Geir- landsá 18 cm, norðaustan í Sæmundarskeri mældist vikur- og öskulagið 1,7-1,8 m undir 40 cm þykkri jarðvegstorfu og virtist óhreyft. Hvort það kann að vera nærri 11. mynd. Líparítvikurkorn úr þétta hluta öskuflóðsins. Sem nœst fimmföld stœkkun. - Grains of acidic pumice appearing in the pyroclastic flow as well as in the ash. En- largement approx. 5 x. Mynd/photo Jón Jónsson. 188
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.