Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 84

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 84
hægfara hækkun á yfirborði landsins. Sjálfsagt má deila um hvort leyfilegt sé að fara svo með tölur sem hér er gert, en hér eru það ekki fyrst og fremst tölumar sem um er að ræða heldur þær jarðfræðilegu staðreyndir sem þær em notaðar sem tákn fyrir. Mælingar sem hér eru lagðar til grundvallar eru milli 40 og 50 og á yfir 30 mismunandi stöðum, frá Hnútuhólma í norðri niður um Skaftártungu að Hrífunesi og vestan frá Innri-Tólfahring austur fyrir Innri-Geirlandsá eins og áður segir. Hvað tímasetningu gossins varðar fer svo nærri um allar tölur að á meðan engar öruggari tímaákvarðanir liggja fyrir þykir eðlilegast að halda sig við það ártal sem heimildin um það tilfœrir, þ.e.a.s. 1112 e. Kr. ■ LOKAORÐ Næsta ljóst er að þarna hefur stórgos orðið en um hraunrennsli liggja ekki aðrar upp- lýsingar fyrir en hin hógværu orð séra Jóns Steingrímssonar: „Þá er hálfbevísanlegt, að hér hafi eldur fram komið og hraun- spýju eptir sig látið.“ Ekkert er nú vitað um hraunspýju þá né annað um eldgos þetta en það sem hér hefur verið dregið saman. Hraun þekja geysistórt svæði í dal Skaftár hér neðan við, allt niður að því litla sem enn sést af því mikla Skaftárgljúfri. Það svæði liggur ekki vel við rannsóknum, umgirt og gegnumdregið sem það er af kvíslum úr Skaftá. Það er þó næsta víst að þar er ýmislegt áhugavert að sjá, þ.á m. hólmar sem Skaftáreldahraun hefur ekki runnið yfir, en hvað kann að koma fram í þeim skal hér ekki reynt að spá í. ■ HEIMILDIR Guðrún Larsen 1978. Gjóskulög í nágrenni Kötlu. 4. árs ritgerð við jarðfræðiskor Há- skóla Islands. Jón Jónsson 1958. Hálsagígir. Náttúrufræðing- urinn 23. 51-53 Jón Jónsson 1983. Eldstöðin við Leiðólfsfell og sögnin um Tólfahring. Náttúrufræðingur- inn 55. 73-81. Jón Jónsson 1985a. Rústirnar við Réttarfell og Leiðólfsfell. Árbók Hins ísl. fornleifafélags, bls. 129-135. Jón Jónsson 1985b. Skaftáreldar 1783-1784. Ritfregn. Náttúrufræðingurinn 54. 93-96. Jón Jónsson 1989. Tólfahringur og Leiðólfs- fell. Árbók Hins ísl. fornleifafélags, bls. 121-131. Jón Jónsson 1990. Eldborgaraðir og Rauð- öldur. Dagskráin, Selfossi. Jón Jónsson 1994a. Hólmi er í hrauni. Heima er best, 4. tbl. Jón Jónsson 1994b. Eyrahólmi og Rauðhólar. Dagskráin 15.12. Jón Jónsson 1994c. Eldreinin mikla. Náttúru- fræðingurinn 64. 111-130. Jón Steingrímsson 1788. Fullkomið skrif um Síðueld. Safn til sögu íslands IV, bls. 1-57. Sigurður Þórarinsson 1968. Skaftáreldar og Lakagígar. Náttúrufræðingurinn 37. 27-57. Sigurður Þórarinsson 1981. Bjarnagarður. Ár- bók Hins ísl. fornleifafélags, bls. 3-39. Sveinn Pálsson 1945. Ferðabók, bls. 259 og 549. Snælandsútgáfan. Sæmundur Hólm 1784. Om Jordbranden paa Island í Aaret 1783. Kiöbenhavn. Þorvaldur Thoroddsen 1894. Ferð um Vestur- Skaftafellssýslu sumarið 1893. Andvari, bls. 44-161. Þorvaldur Thoroddsen 1894. Rejse i Vester- Skaftafells Syssel paa Island í sommeren 1893. Geografisk Tidskrift H.V. 12. Bind, bls. 168-234. ■ SUMMARY VOLCANIC ERUPTION AT Leiðólfsfell In the summer 1983 the author of this note came across a previously unknown volcano west of Mount Leiðólfsfell in southern Ice- land. In an account the Reverend Jón Stein- grímsson (1788) mentioned that the farm Skál once had been damaged by a volcanic erup- tion, time of the event not mentioned. Further- more he gave a reference to a written source, now lost, which mentions that a whole rural district of 12 farms, named Tólfahringur, had been destroyed by “too heavy ash fall” about the Year 1112 A.D. The source of the ash is not mentioned. 192
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.