Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 88
Askhirsla (aldin). Inni í henni myndast askarnir.
2. mynd. Askhirslumar í loðvíðilaufinu (skýringarmynd). Askhirslurnar liggja á hliðinni í
laufinu og boginn stúturinn hefur stungist gegnum yfirborðið og stendur upp úr laufinu.
■ ÚTLIT SVEPPSINS í
LAUFINU
Pleuroceras insulare er asksveppur er
myndar aldin sín í veturgömlu laufi víðis,
aðallega loðvíðis og grávíðis. Aldinið er
svart hylki með löngum hálsi og Iiggur
hnöttóttur belgurinn á hliðinni inni í
blaðholdi hýsilsins en langur, sívalur,
svartur hálsinn stingst út úr laufblaðinu,
annaðhvort upp úr eða niður úr laufinu,
við hlið bungu sem belgurinn gerir á yfir-
borð þess (2. mynd). Ilöng askgróin koma
síðan út um op fremst á hálsinum, en
askarnir sem mynda þau (3. mynd) eru inni
í belgnum og miða allir framendanum í
áttina að hálsinum.
■ tegundin finnst og
HENNI LÝST SEM NÝRFU
í júní sumarið 1883, eða fyrir rúmlega 110
árum, var loðvíðilaufum með sveppnum
safnað á Eskifirði. Sá sem það gerði var
grasafræðingur og læknir að nafni A. Ber-
lin, sem kom við á Islandi á leiðinni til
Grænlands í leiðangri Nordenskjölds árið
1883. Plöntur þær sem A. Berlin safnaði
fékk Carl Johan Johanson, sænskur
sveppafræðingur í Uppsölum, í hendur í
því skyni að kanna þá smásveppi sem á
þeim yxu. Ein þeirra nýju tegunda sem
hann fann á íslenskum plöntum var Lino-
spora insularis Johanson á dauðu loðvíði-
laufi frá Eskifirði. Henni lýsti hann í grein
um sveppi frá Islandi (Johanson 1884) en
greinina byggði hann að mestu á smá-
sveppum af plöntum sem H. Strömfelt
safnaði á ferð sinni um ísland sumarið
1883. En til viðbótar voru síðan sveppirnir
á plöntunum sem A. Berlin safnaði.
Johanson (1884) lýsti tegundinni og með
lýsingunni er teikning af aski með ask-
gróum og einu lausu grói. Gróin voru með
einum þvervegg sem skipti gróinu í tvær
mislangar frumur og var sú fremri heldur
styttri og eilítið digurri en sú neðri. Hann
tók reyndar fram að ekki væri víst að
askgróin í sýninu hans væru fullþroska þar
sem honum þótti kornótt innihald þeirra
benda til þess að nokkuð vantaði á þroska
þeirra og að mögulega ættu tleiri þver-
veggir eftir að koma í ljós, þótt ekki hefði
hann fundið nema einn þvervegg í hverju
þeirra gróa sem hann skoðaði.
■ættin endurskoðuð
Þegar ættin sem tegundin tilheyrir var
rannsökuð (Monod 1983) kom í ljós að
tegundin hafði upphaflega lent í rangri
ættkvísl (Linospora). Hún var því flutt yfir
196