Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 5

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 5
LlFIÐ 1 DJÚPUM HAFSINS 51 stutta stund þennan morgun að draga og koma vörpunni á þiljur og opna pokkann, en þó fannst mér tíminn aldrei ætla að líða. I fyrsta skipti, eftir að við létum í haf, hafði öll stáltrossan, 12 km að lengd, verið sett út, til þess að fiska á 10.190 metra dýpi, en það dýpi sýndi bergmálsdýptarmælirinn. Við vorum staddir í Filippseyjahafi, yfir djúpálnum sjálfum, á stöð númer 418, þann 22. júlí árið 1951. Áður en vörpuopið rauf hafflötinn, var ég við því búinn að verða fyrir vonbrigðum, sjá pokann einungis fullan af dýrum frá miðsjávar- eða yfirborðslögum. En það var mér mikill hugarléttir að sjá vírinn standast hið gífurlega átak. tJtreikningarnir stóðust reynsluna, vír- inn var aftur kominn á þiljur, svo að við gátum að minnsta kosti gert aðra tilraun. Þá hrópaði einhver: „Það er leðja á rammanum. Varpan hefur verið í botni.“ Og síðan var kallað: „Það eru steinar í pokanum.“ Allir, sem vettlingi gátu valdið, þyrptust að og starblindu á mann- inn, sem tók í stertinn, sem lokar pokanum. Hann var tæmdur með mikilli varkárni. Við tókum varla eftir fagurrauðum rækjum, ljós- færafiskum og marglittum, þvi að við vissum allir, að þetta eru mið- sjávardýr, sem komið höfðu í vörpuna á leiðinni upp. En þarna á stærsta steininum voru einhverjir ljósir flekkir — sæfíflar eða hraun- pussur. Enda þótt engin önnur botndýr fyndust, var þetta merkileg- asta tog leiðangursins, því að hér var sönnunin fyrir því, að dýr geta lifað á 10.000 metra dýpi við 1000 loftþyngda þrýsting. Það er engin furða þótt áhöfnin yrði hrifin. því að í ljós komu 25 sæfíflar, 75 sæ- bjúgu, 5 samlokur, 1 marfló og burstaormur, þegar búið var að sía leðjuna og leita í möskvum vörpunnar. Fjölbreytnin og dýrafjöldinn úr þessu heljardýpi kom okkur á óvart. Á því gat enginn vafi leikið, að dýrin voru frá botni, og til allrar hamingju var algjör vissa fyrir því, að botndýpið var 10.193 metrar. Við höfðum siglt með mikilli gætni yfir botn, sem við höfðum kortlagt eftir margra daga dýpt- armælingar. Mælirinn var i bezta lagi og sýndi greinilegt botnfar á pappírsræmunni. Siglingafræðingurinn hafði reiknað út rek skips- ins fyrir vindi og straumi svo nákvæmlega, að við höfðum hitt á ál- inn, þar sem hann er dýpstur, þó að þröngur sé. „Galathea" hét áður „H. M. S. Leith“, byggt í Devonport, og var breytt í rannsóknarskip á skipasmíðastöð danska flotans. Það er heit- ið eftir korvettunni „Galathea“, sem siglt var kringum hnöttinn árin 1845—47, með danska vísindamenn um borð. Það var fyrsta danska hnattsiglingin. Nú var endurvakin aldargömul samvinna danska flot-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.