Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1954, Side 12

Náttúrufræðingurinn - 1954, Side 12
58 NÁTTtJRUFRÆÐINGURINN eða smáhöfða, og hafast þeir við í sólríkum yfirborðslögum, þar sem nóg er af smádýraátu. Þegar smáhöfðar myndbreytast og fá á sig álslagið, leita þeir nær botni og verða kærkomið nýnæmi í munni glorhungraða djúpfiska, sem ráða við þá. Tegundir af mörgum lægri dýraflokkum drógum við einnig úr djúpunum. Hins vegar veiddist aðeins einn fiskur niðri á 7130 metra dýpi. Þetta var í Sundadjúpi og þar náðum við í vörpuna mikilli dýramergð. Við fengum þarna um 3000 dýr, aðallega sæbjúgu, og svo þennan eina fisk. Hann var 17 cm að lengd. Að útliti til er hann ósköp venjulegur, nema hvað augun eru agnarlítil og sennilega ónot- hæf. Hann tilheyrir miklum ættbálki fiska, Brotulidum. Af þeim ætt- bálki eru til fjölmargir djúpfiskar, þar á meðal algjörlega blindar tegundir. Aðeins í einu öðru togi fengum við fisk á meira en 6000 metra dýpi. Þá drógum við fimm fiska af sogfiskaætt, en af þeirri ætt eru þrjár tegundir við ísland.*) Þessir fiskar eru ólíkir ættingjum sínum að því leyti, að augun eru úrelt líffæri, og sogflagan, sem myndast við samruna kviðugganna, er talsvert minni. Hvorki augu né sog- flaga eru til verulegs gagns niðri í myrkrinu á leðjubotninum. Þótt fiskar lifi ekki þar, sem botndýpi er mest, fundum við margar tegundir frá 4000 og allt niður á 6000 meti’a dýpi. Einkennandi fyrir útlit þeirra eru fölir litir og lítil, næsta gagnslaus augu. Þarna finn- um við ekki fjölbreytnina, sem er svo sérkennileg fyrir miðsjávar- fiska (þ. e. fiska- sem lifa óháðir botni, en þó fyrir neðan sólgeisl- un), en margir þeirra hafa ljósfæri, sérþróuð augu og merkilega lífs- hætti. Botnfiskarnir tilheyra ríki regindjúpanna. Ef þeir nást upp á yfir- borð, eru þeir dauðir, eins og öll önnur djúpsjávardýr, en þeir springa ekki i tætlur, eins og sumir halda. Þetta virðist stundum koma fyrir miðsjávarfiska, en það er því að kenna, að þeir hafa sundmaga, og þenst loftið í honum út, þegar þeir eru dregnir upp. Djúpsjávarfisk- ar hafa engan sundmaga, og rúmtak vessa og vefja breytist svo ákaf- lega lítið við mikinn þrýsting, að við höfum fulla ástæðu til að ætla, að þeir hafi sama útlit og þeir höfðu í lifanda lífi, niðri í djúpinu. Viðkvæmir skrokkarnir eru auðvitað títt stórskemmdir, næstum rifn- ir í tætlur, einkum ef varpan er full af steinum, vikri eða skeljum. En oftast nær munu hitabrigðin, munurinn á kulda djúpsjávarins *) Litli og Stóri sogfiskur og Hveljusogfiskur. ÞýS.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.