Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1954, Side 13

Náttúrufræðingurinn - 1954, Side 13
LÍFIÐ I DJÚPUM HAFSINS 59 (þar er hitastigið um 1—2° C) og hita yfirborðslaganna, verða dýr- unum að bana. Þau fá nokkurs konar hitaslag. Sumir ormar og sæbjúgu eru ólík fiskunum að því leyti, að þau geta lifað á mismunandi dýpi, allt frá 100 metrum og niður í 6000 metra dýpi. Það er ennþá hulin ráðgáta, hvort okkur hefur aðeins tekizt að rannsaka ytra sköpulag dýranna, án þess að verða varir við efna- fræðilegan eða lífeðlisfræðilegan mun, sem á þeim er. Það vakti furðu okkar, að finna í Sunda-, Salomon- og Kermadekdjiipunum algengt sæbjúga, Elpidia glacialis, sem áður var álitið sérkennilegt fyrir botn- dýralíf Norður-lshafsins. Áður en hægt er að draga saman árangur „Galathea“-leiðangurs- ins, þai'f að x-annsaka svo fjölda margt. Við veiddum mörg þúsund dýr á meira dýpi en 6000 metrum, og tilheyra þau yfir 100 tegund- um. Þama höfðu áður veiðzt um 20 dýr, af 6 eða 7 tegundum. Ann- ars staðar úr hafdjúpinu náðum við ógrynni kvikinda og hafa sum þeirra aldrei fundizt áður, og önnur ekki síðan eldri .,Challenger“ var gerður út. Gnótt athugana um leiðangurinn verður birt í vís- indalegum ritgerðum, sem nú er verið að byrja að prenta. Rannsóknir prófessors ZoBells á þrýstingssæknu gerlunum urðu lykill að skilningi okkar á lífsskilyrðum hafdjxxpsins, og gætu þær leitt til dýpri skilnings á lífinu sjálfu. Það er okkur mikið fagnaðarefni, að enn á ný hefur Danmörk lagt fram sinn skerf til hafrannsókna. En kjölfar „Galathea" er að- eins örmjótt strik um úthöfin. Margra fleiri rannsóknarferða er þörf, því að enn geymir Ægir mikla leyndardóma í skauti sínu.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.