Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1954, Side 20

Náttúrufræðingurinn - 1954, Side 20
66 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 3. mynd. Gotstöðvar vorgotssíldar vorið 1951. Fjöldi síldarseiða er sýndur með mis- munandi stórum deplum. Stærðardreifing seiðanna er sýnd á línuritinu. eða engin síldarseiði finnast. Til skýringar þessu atriði mun ég að- eins gera eitt ár að umtalsefni, en skal þó geta þess, að ályktanir þær, sem ég dreg, styðjast við athuganir frá árunum 1948—1951. Fyrri myndin sýnir dreifingu vorgotssíldarseiðanna í lok apríl- mánaðar árið 1951, en á vinstri hluta myndarinnar er línurit, sem sýnir stærðardreifingu síldarseiðanna á mismunandi svæðum undan Suður- og Suðvesturlandi. Eru svæðin táknuð með bókstöfunum K-P. Eins og myndin ber með sér, er um tvö aðalgotsvæði að ræða. Hið stærra er Selvogsgrunn, en hið minna liggur út af Hornafirði. Af stærðardreifingunni sést, að fyrst hefur klakið hafizt á svæð- inu út af Hornafirði. Þarna eru seiðin yfirleitt orðin um 15 mm löng, þegar athugunin er gerð, en þau eru um 7 mm löng, þegar þau skríða úr egginu. Á Selvogsgrunni er hins vegar talsvert af nýklöktum seiðum, 10 —12 mm löngum, og er klakinu sennilega ekki að fullu lokið, enda virðist meginklakið hafa byrjað heldur seinna en út af Hornafirði.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.