Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1954, Side 24

Náttúrufræðingurinn - 1954, Side 24
70 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 6. mynd. Rekbrautir frá Islandshafi samkvæmt rannsóknum Hermanns Einarssonar og Unnsteins Stefánssonar. (Or (13)). þetta er teiknað eftir heimildum úr ritum Hermanns og Thomsens um straumkerfin fyrir sunnan og vestan land, ritum Helland-Hansens og Nansens um straumkerfin í Noregshafi og upplýsingum, sem Unnsteinn Stefánsson hefur góðfúslega látið mér í té um straum- kerfið í hafinu milli Islands og Jan Mayen. Kortið sýnir, að í höfunum kringum Island eru tvö eða fremur þrjú hringrásarkerfi, en ekkert þessara kerfa er lokað. Með því á ég við það, að frá þessum hringrásarkerfum liggja straumar burtu. Við skulum taka hringrásina í Grænlandshafi sem dæmi. Sjórinn, sem streymir inn í þessa hringrás að sunnan, er af atlantískum uppruna, golfstraumssjór, tiltölulega saltur og hlýr. Hann streymir meðfram suður- og vesturströnd Islands frá aðalgotstöðvum íslenzkra fiski- stofna, eins og fyrr er getið. Grein af honum leitar norður fyrir land, en meginhluti hans leitar vestur á bóginn út af Vestfjarðakjálkanum. Þegar hann mætir Austur-Grænlandsstraumnum beygir hann suð- ur á bóginn og myndar annar hluti þeirrar greinar hringrás í Græn-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.