Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 26

Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 26
72 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN komnar heimildir. Frá því liggur straumurinn einkum austur á bóg- inn og blandazt Austur-lslandsstraumnum norður af Færeyjum. ÞaS verSur nú ein meginniSurstcÆa þessa greinarkorns, <zð þessi frárennsli frá íslenzka hafsvœSinu hafi stórkostlega líffrazSilega þýS- ingu vegna áhrifa þeirra á dreifingu íslenzkra dýrastofna. Hygg ég, dS þessu atriSi hafi alltof lítill gaumur veriS gefinn fram aS þessu. Þykir mér líklegt, aS skýra megi torráSnar sveiflur í íslenzkum fiski- stofnum, ef áhrif þessa frárennslis eru rétt metin og rannsökuS. Mun ég nú styðja þessa niðurstöðu með dæmum úr rannsóknum síðari ára, og sný mér fyrst að hringrásarkerfinu í Grænlandshafi og frárennsli þess. Sá fiskistofn íslenzkur, sem einna ýtarlegast hefur verið rannsak- aður, er þorskstofninn. Þegar þorskmerkingar hófust við Grænland árið 1924, óraði engan fyrir þeim óvænta árangri, sem af þeim fékkst (7). Það kom í ljós, að nokkrum árum síðar streymdi þorsk- ur til Islandsmiða, sem fram að kynþroska hafði alið aldur sinn við strendur Grænlands. Fræðimenn voru sammála um, að hann leitaði aftur til sinna upprunalegu heimkynna. Hér var ekki um neitt smá- vægilegt fyrirbrigði að ræða, því að árin 1930—1934 veiddust frá 34%—72% af endurheimtum þorski, sem merktur var við Græn- land, á Islandsmiðum, sérstaklega í námunda við eða á gotstöðv- 8. mynd. Yfirlitsmynd, er sýnir þorskgöngur frá Grœnlandi til Islands samkvœmt rannsóknum á árunum 1924—1934. (Ur (7)).

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.