Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1954, Qupperneq 31

Náttúrufræðingurinn - 1954, Qupperneq 31
UPPRUNI OG DREIFING ISL. FISKISTOFNA 77 um A. C. Johannsen, sem fyrstur benti á það, að íslenzki og norski síldarstofninn muni blandast. En flest bendir til að síldarstofninn, sem veiddur var fyrir norðan land á árunum 1937—1947 hafi mest- megnis verið síld af íslenzkum uppruna. Frá sjófræðilegu sjónarmiði hefur Unnsteinn Stefánsson einnig gagnrýnt þessar staðhæfingar (20), sem ég hef líka áður gert að umtalsefni (12). og niðurstöður, sem ég að sinni mun ekki birta á opinberum vettvangi, en vil ]>ó taka á þeim „prioritet" með ]>ví að senda greinargerðina einhverjum opinberum aðila, i þessp tilfelli Rannsóknarráði ríkisins. Gögnin, sem ég byggi þessa greinar- gerð á, er öllum þessum aðilum velkomið að kynnast nánar, sé þess óskað, og eins er ég reiðubúinn til að rœða einstök atriði eða greinargerðina í heild, ef efnið þykir þess virði." Rétt er að ég geti hér helztu atriðanna, er ég gagnrýndi: 1. Greining kynþroskastiga norðurlandssíldar var ekki rétt á árunum 1937-— 1947. Ruglað var saman kynþroskastigi III og VIII (þetta er nánar rætt í ritgerð minni (11): Racial Analyses of Icelandic Herrings etc., bls. 56—57). Þetta hafði það í för með sér, að ekki var unnt að greina sundur sumargotssíld og vorgotssíld. Er því sú ályktun Árna Friðrikssonar hæpin, að norðurlandssildin hafi verið næsta óblandaður vorgotssíldarstofn. Um þessar aðferðir er ekki lengur deilt, enda var rétt greiningaraðferð tekin i notkun, en af því leiðir, að gögnin frá árunum 1937 —1947 eru í ósamræmi við síðari ákvarðanir, og verður að skoða þau ónothæf. 2. 1 aldursgreiningu virðist um kerfisbundna skekkju að ræða, en hún er fólg- in í því, að talið var einu ári of mikið. (Samanburðarrannsókn, er norski sildar- fræðingurinn Th. Rasmussen gerði fyrir mig vorið 1950, staðfesti þessa niður- stöðu í meginatriðum, en jafnframt kom í ljós talsverð ónákvæmni í aldurslestri, og virðist brýna nauðsyn bera til að öll gögn áranna 1937—1947 verði endur- skoðuð). Ályktanir Áma Friðnkssonar um árgangaskipun norðurlandssíldar á ár- unum 1937—1947 standa því mjög völtum fótum, og ályktanir þær, sem hann dregur af samanburði á norskri og islenzkri síld standast því ekki. 3. Samanburður, sem ég gerði á vexti norðurlandssildar og norskrar sildar, leiddi í ljós verulegan mismun og hafði norðurlandssíldin tiltakanlega meiri vöxt en norska síldin. Benti þetta til þess, að hér væri ekki um sömu sild að ræða. Jafn- framt sýndi ég fram á kerfisbundna skekkju í vaxtarútreikningum eftir síldar- hreistri, en hún var fólgin i því, að hreistur af síld, sem var meira en 35 cm að lengd, var ekki mælt. 4. Hryggjarliðatal norðurlandssildar var árin 1937—1947 allmiklu lægra en hryggjarliðatal norskrar eða íslenzkrar votgotssildar, og þótti mér þetta benda til þess, að meira hefði verið af sumargotssíld í norðurlandsstofninum en Árni Frið- riksson gerði ráð fyrir. Ýmis fleiri atriði gerði ég að umræðuefni og vísa ég þeim, sem í framtiðinni vinna að þessum vandamálum, að öðru leyti til greinargerðarinnar. Ég er á þeirri skoðun, að ef timanlega hefði verið tekið tillit til þessarar gagnrýni, hefði mátt komast hjá margs konar vixlsporum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.