Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1954, Side 38

Náttúrufræðingurinn - 1954, Side 38
84 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 4. Merkingarnar virðast, samkvæmt framansögðu, bera því vitni, að hluti af norðurlandsstofninum tapast til Noregshafs, og á ekki afturkvæmt, en annar hluti verður eftir og heimsækir norðurlands- miðin á ný. Merkingarnar virSast því eindregiS benda til þess, aS þau ár, sem um rasSir, hafi síld tapazt til Noregs úr íslenzka stofninum og ekki leitaS hingaS aftur, eins og fram kemur í hinum fáu endurheimtum frá Noregi. Þœr sýna enn fremur, aS mínum dómi, aS norSurlands- stofninn er aS vissu leyti sjálfstœS heild, sem ár eftir ár venur komur sínar á norSurlandsmiSin. Utan sumarveiðitímans virðist þessi stofn ekki fylgja venjulegum gönguleiðum norsku eða íslenzku síldarinnar. Ef hann samlagaðist norska hrygningarstofninum árlega, gætum við vænzt þess að endurveiða við Norðurland fleiri síldar, sem merktar voru við Noreg heldur en Island, sökum þess að norsku merkingarn- ar hafa verið miklu umfangsmeiri en þær íslenzku. En því er öfugt farið, eins og merkingarnar sýna. Hvaða gönguleiðir norðurlandsstofninn velur sér er enn órannsak- að mál. Ég gæti einkum hugsað mér tvo möguleika. Hinn fyrri er sá, aS stofn þessi sé tengdur hringrásarkerfinu í hafinu milli íslands og Jan Mayen, líkt og norski stofninn virSist tengdur hringrásarkerfinu í Noregshafi og íslenzki stofninn hringrásarkerfinu í Grænlandshafi. Hinn síðari er sá, að þessi stofn hafist einkum við á straummótum í norSanverSu Grœnlandshafi og norSvestur af fslandi og leiti þaSan á sumrin austur eSa suSur á bóginn til norSurlandsmiSanna. Er það vel kunnugt úr sögu íslenzku síldveiðanna, að í góðum sildarárum byrjaði veiðin oft á vestursvæðinu og jafnvel undan Vestfjörðum, og færðist síðan austur með Norðurlandi. Síldarverksmiðjur við önund- arfjörð, á Hesteyri, við Ingólfsfjörð og Djúpuvík voru byggðar í ná- munda við þessar gömlu gönguleiðir. Þessi norðurlandsstofn var að ýmsu leyti ólíkur venjulegum hrygn- ingarstofni: 1. Okkur er ekki kunnugt um reglulegar göngur hans til vissra gotstöðva. 2. Hann var samsettur úr blöndu þriggja kynstofna: íslenzkri vor- gotssild, íslenzkri sumargotssíld og norskri vorgotssíld. 3. Aldur síldanna var miklu hærri en í venjulegum hrygningar- stofni. 4. Athuganir á kynþroskanum gætu bent til þess, að talsverður hluti stofnsins hafi verið geldsíld, einkum árin 1950—1952.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.