Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 40
86
NÁTTtJRUFRÆÐINGURINN
ast með því á næstu árum, hvernig nýr norðurlandsstofn byggist upp,
en það virðist augljóst af framansögðu, að það er ekki unnt að segja
fyrir um þróun hans. Á þessu Stigi málsins getur fiskifræðin því ekki
komið útgerðinni til hjálpar. Ef tilgáta mín er rétt, má álykta, að
þvi fleiri sildar sem merktar eru við ísland og finnast við Noreg,
því meira er tapið úr íslenzka norðurlandsstofninum.
12. mynd. Straumflöskutilraunir, sem próf. Johs. Schmidt gerði hér við land árið
1908, sýndu, að þá var öflugur hringstraumur kringum landið og endurfannst
engin flaska utan Islands. Myndin sýnir árangur þessara tilrauna. Staðir, þar sem
flöskum var varpað í sjóinn, eru sýndir með hringum og frá þeim eru teiknaðar
rekbrautir til strandstaða.
Nú ætti að mega vænta þess, að straumleið þessi til Noregs hafi
eigi ávallt verið jafn greið. Skal í því sambandi bent á tvö mikils-
verð atriði.
Hið fyrra er sveiflur í magni hlýsævar og lengd hlýsævartung-
unnar fyrir norðan land. Það var einn fyrsti árangur íslenzkra sjó-
rannsókna, að hægt var að sýna fram á þessar sveiflur, og hefur
Unnsteinn Stefánsson rakið það mál ýtarlegar í þessu tímariti en
hér er kostur (20). Gæti tapið til Noregs staðið í sambandi við þetta
fyrirbæri? T. d. á þann hátt, að nái hlýsærinn austur fyrir Langanes
á vissu tímabili, opnist norðurlandssíldinni leið suður og austur á
bóginn?
Hið síðara er árangur rekflöskutilrauna, er próf. Johs. Schmidt