Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 41
UPPRUNI OG DREIFING ISL. FISKISTOFNA
87
framkvæmdi árið 1908, en dr. Táning hefur ritað um. Meðfylgjandi
kort, sem sýnir árangur þessara tilrauna, er hér tilfært úr ritgerð
dr. Tánings (19). Á tímabilinu l.júni til 3. ágúst 1908, en þó aðal-
lega í júlímánuði, var 280 straumflöskum kastað í sjóinn á stöðum,
sem merktir eru með hringum á kortinu. 22 þessara flaskna endur-
fundust. Engin þeirra hafði rekið út fyrir íslenzka hafsvæðið. Dr. Tá-
ning ályktar: „The experiment showed therefore, that from about July
and in the following months of 1908 the currents round the coasts
of Iceland were of a typical anticyclonic character11 (l.c. bls. 5).
Mjög athyglisvert virðist i þessu sambandi, að þetta ár ber ekkert
á reki til Noregs.
I grein þessari hefur verið reiknað með því a priori, að straum-
arnir hafi mikil áhrif á göngur fiska utan hrygningartímans. Þetta
er ekki sannað mál. Og það er vitað, að á leið sinni til gotstöðvanna
getur síldin leitað þvert á straum. Hins vegar má færa fyrir þvi
gild rök, að lífsferill svifdýra, sem eru næring fiskanna í úthafinu,
sé nátengdur straumkerfunum. Það getur því hugsazt, að það sé ekki
beint samband milli fiskigangna og strauma, heldur séu það svif-
dýrin, sem fiskarnir sækjast eftir, er áhrif hafa á göngurnar. Hvern-
ig sem því er varið, hallast ég að þeirri skoðun, að rétt sé að leita
samhengis milli strauma og fiskigangna, hverjar sem hinar dýpri
orsakir eru.
Á það hefur verið minnzt, að tilgáta Árna Friðrikssonar um göng-
ur norðurlandssíldarinnar, eins og hún er sett fram í bók hans um
norðurlandssíldina, styðst ekki við sjófræðileg rök nema að hálfu
leyti. Straumrannsóknir hafa sýnt, að frá íslandi til Noregs er greið
straumleið öll síðari árin, sem t'annsóknir ná til. En hins vegar ná
straumar frá norsku ströndinni ekki til íslands.
Þessi staðreynd birtist greinilega í árangri rekflöskutilrauna og
sildarmerkinga, og það er næsta furðulegt, hve lík niðurstaðan er.
I báðum tilfellum berst tiltölulega mikill fjöldi til Noregs, en engin
straumflaska og fáar síldar hafa borizt frá Noregi til íslands.
Til athugunar og frekari rannsóknar set ég því fram þœr sko'ðanir:
1) Að á hafsvœSinu fyrir norSan eða norSvestan ísland safnist sam-
an sérstœSur síldarstofn, sem er blanda af eldri árgöngum úr þrem-
ur síldarstofnum: íslenzkri vorgotssíld, íslenzkri sumargotssíld og
norskri vorgotssíld. 2) AS þessi blanda geti stundum haldizt þar ár-
um. saman og myndáS uppistöSuna í veiSi á /lorSurlandsmiSunum.