Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 46

Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 46
Jóhannes Áskelsson: Myndir úr jarðfrœði íslands II Fáeinar plöntur úr surtarbrandslögunum hjá Brjánslæk Hvergi á Islandi, svo kunnugt sé, eru surtarbrandslögin jafn auð- ug af skýrum förum eftir trjáblöð, fræ og aldin, og ýmis önnur plöntu- líffæri, og í Surtarbrandsgili hjá Brjánslæk á Barðaströnd. Ég efast um, að annars staðar í hinni tertieru basaltmyndun Norður-Atlants- hafs-svæðisins sé um auðugri garð að gresja fyrir þá, sem kanna vilja foman gróður þessa svæðis. Að minnsta kosti koma hin írsku og skozku surtarbrandslög, sem ég hef átt kost á að skoða, ekki í hálf- kvisti við Brjánslækjarlögin. Gildir það jafnt, að ég held, um fjöl- skrúð flórunnar og um fegurð og skýrleika blaðfaranna, sem mótazt hafa í steininn. Bergið, sem geymir steingervingana, hefur i öndverðu verið gos- aska. Það ber nú þess merki, að askan hefur veðrazt nokkuð, á þann hátt, sem sumir telja að aðeins geti orðið í heitu og misröku lofts- lagi (laterization). Steinninn er lagskiptur og auðvelt er að kljúfa hann í þunnar flögur. Koma þá blaðförin bezt í ljós. Surtarbrandsgil er vestur frá kirkjustaðnum Brjánslæk. Verður brandlaganna fyrst vart þegar 170 m hæð yfir sjó er náð. Eru þau sunnan megin í gilinu. Neðar í gilinu koma þó allþykk leirsteinslög og sandsteinslög i ljós, sem plöntuleifar geta leynzt i, þó mér heppn- aðist ekki að finna þar neinar við frekar lauslega eftirgrennslan. I megindráttum er jarðlagaskipun brandlaganna sem hér á eftir greinir, og er þá rakið frá botni gilsins og upp eftir sneiðingnum að sunnna: a. 2,34 m móbrúnn leirsteinn, mengaður mjög járni, kvistir á stangli og blaðför efst í laginu. Undirstaða lagsins er blágrýti, þó ekki sjáist til þess á staðnum. b. 0,50 m leirborið brandlag. c. 1,50 m blýgrýtis innskotslag, þynnist smátt og smátt austur á við og hverfur.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.