Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 53

Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 53
MYNDIR tJR JARÐFRÆÐI ISLANDS II 95 lítið vera hægt að segja um þau með vissu. Yfirleitt eru þó hesli- viðarblöðin í Brjánslækjarlögunum meðal þeirra, sem erfiðust eru viðureignar. Eftir rækilegan samanburð við myndir af tertierum hesliviðarblöðum frá ýmsum stöðum á norðurhveli, virðist mér blað það, sem hér er myndað (mynd 7) vera í beztu samræmi við corylus amerikana fossilis Newberry, er lifði i Norður-Ameríku snemma á tertier. Frjókorn af heslivið eru tíð í Brjánslækjarlögunum. 4. Zelkova (Cf. ungeri Kovats). Planta þessi er skyld álm. Af ættkvíslinni eru nú til fjórar teg- undir, svo kunnugt sé, allar í Asíu. Á tertier hafa zelkova-tegundir verið algengar um allt norðurhvel, vestan frá Alaska og Grænlandi (eosen) og austur um Síberíu og Mandsjúríu (olígósen). 1 ýmsum löndum Evrópu er ættkvíslin kunn frá míósen. Á myndinni (mynd 8) er blaðið stækkað næstum því um helming. Lögun blaðsins, tennur og hinir uppsveigðu strengir, sem ná alla leið út í tannaoddana, eru góð einkenni á zelkóva-blöðum. Oswald Heer tilfærir eftir Gæppert, að í Osló sé blað af zelkova (planera ungeri) frá Hreðavatni, ann- ars er þessarar plöntu ógetið frá fslandi fyrr. 5. Fíkjublað? (Ficus? sp.). Ég hef fundið nokkur eintök af blaði þessu (mynd 9), ekkert þeirra þó heilt, för eftir efri helming blaðanna hafa aðeins fundizt að svo komnu, en þau eru mjög skýr. Blöðin eru fjaðurstrengjótt, miðrifið öflugt og út frá því má sjá fjögur pör strengja, sem sveigj- ast ofurlítið upp á við. Hornin milli þeirra og miðrifsins 50°—60°. 1 jöðrum blaðanna fléttast strengir og smáæðar saman. Smáæðar mynda sem næst rétt horn við strengina og þær liggja venjulega óslitnar milli þeirra. Efri endi blaðsins breið-snubbóttur. Heilrennt. Mesta breidd 7,5 cm. Frekari umræða um þetta blað verður að bíða, unz það finnst í fullkomnara ástandi. Margt bendir þó til, að um fíkjublað sé að ræða, og líkingin með því og ficus goshenensis er mikil (sjá Chaney and Sanborn: „The Goshen Flora of Central Oregon“ Carnegie Institution of Washington, 1933).

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.