Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1954, Síða 57

Náttúrufræðingurinn - 1954, Síða 57
ÖSKUBAUNIR 99 2. mynd. Öskugos í Vesúvíusi, séð frá Neapel, að morgni 9. apríl 1906. — View of Vesuvius frorn Naples, morning of April 9, 1906. (ÍJr Perret 1924). alveg lögun sinni, hvort sem þær séu einstakar eða myndi lög í túffi. Fyrrverandi forstjóri eldfjallarannsóknarstöðvarinnar við Kilauea á Hawaii, T. A. Jaggar, hefur, ásamt Perret og fleirum, lýst ösku- baunum, sem mynduðust í stórum stíl i miklu sprengigosi í Kilauea 1790 (Bull. Haw. Volc. Observatory Nr. 8, 1920). Þvermál þeirra bauna er 2—7 mm (sbr. 4. mynd). Núverandi forstjóri þessarar rann- sóknarstofu, Gordon Macdonald, hefur fundið slík baunalög við Koko- gíg og víðar á Oahu (einni af Hawaiieyjunum) (Geol. Survey Bull. Nr. 394, 1953, bls. 84), og slíkra bauna er einnig getið við eldfjallið Taal á Lúzon (Journ. of Geol. 24, 1916, bls. 450). Flestir eldfjalla- fræðingar kalla þessar öskubaunir písólíta, en sumir, s. s. G. Macdon- ald og ameríski eldfjallafræðingurinn Howel 'Williams, kalla þær ac- cretionary lapilli, þ. e. samanbakaða lapilli, en lapilli (eint. lapillo) er ítalskt heiti á vikurkornum af baunastærð. Perret telur öskubaunirnar myndaðar við það, að vatnsdropar, sem þéttast kringum þéttikjarna í vatnsgufumettuðum öskumekki, hlaði utan á sig fíngerðri ösku á niðurleið sinni, enda sá hann þær sjálfur falla úr lofti. Þýzki eldfjallafræðingurinn Karl Sapper, sem um skeið vann að

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.