Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 65

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 65
RITFREGNIR 107 þann, sem ritað liefur bókina „Talað við dýrin", en hún kom út á s.l. ári. Hann hefur þá eðlisgáfu að geta hermt eftir kallhljóðum margskonar dýra og aðdáanlega þolinmæði hefur hann til þess að hæna að sér villt dýr, án þess að beita venju- legum tamningabrögðum. Dýrin lifa í návist hans eins og hann væri einn úr þeirra flokki og þannig fær hann óvenjuleg tækifæri til þess að horfa á þessi mismunandi dýrafélög innan frá, af sjónarhóli þeirra sjálfra. Dr. Konrad Lorenz er auk þess góður rithöfundur og hefur hann enn einu sinni sýnt, að um náttúrufræði má rita sannar frásögur, sem taka öllum skáld- skap fram um fegurð og spennu. Dýrasálarfræði er ennþá visindagrein í reifum, en þó í mjög öruin vexti. Hún er ekki sizt heillandi vegna þess, hve erfitt er að draga mörkin milli hennar og sálarfræði manna. Margar athuganir Lorenz em þess eðlis, að þær varpa nýju ljósi yfir stöðu mannsins í dýrarikinu og gefa okkur dýpri skilning á lífinu sjálfu. En fyrst og fremst er þetta skemmtileg bók, og þegar lesandinn hefur lokið lestri hennar er hann áreiðanlega í vafa um það, hvort hann sé hrifnari af mann- inum Lorenz eða dýmnum hans, sem gleðja hann eða hrjá allan liðlangan daginn og jafnvel heilar nætur. Ég vildi óska þess, að foreldrar gæfu börnum og unglingum þessa bók. Það eru fáar bækur, sem út hafa komið á íslandi siðari árin, sem eru skemmtilegri og hafa jafnframt slikt uppeldisgildi. Próf. Simon Jóh. Ágústsson hefur að mínu áliti leyst þýðinguna prýðilega af hendi, og dr. Finnur Guðmundsson hefur ritað fróðlegan formála. H. E. Per Höst: Frumskógur og ísliaf. Hjörtur Halldórsson íslenzkaði og bjó lil prentunar. Útgefandi Guðrún Brun- borg. Reykjavík 1954. Eiginlega eru þetta tvær bækur fremur en ein, sem hafa það eitt sameiginlegt, að eiga sama höfund. Höfundurinn, Per Höst, er norskur dýrafræðingur, með æfintýrablóð í æðum. Hann hefur frá mörgu fróðlegu að segja, og oft segir hann vel frá. Fyrstu kaflar bóakrinnar fjalla um selveiðar í Gandvíkurmynni og í vestur- ísnum í nánd við Jan Mayen. í bókina vantar tilfinnanlega landakort af þess- um svæðum. Það sér á þessum hluta bókarinnar, að höfundurinn var gagntekn- ari af vísindalegum viðfangsefnum heldur en undirbúningi ferðabókar. Ég hefði óskað, að hann hefði ritað ýtarlegar um þá hlið málsins, því að satt að segja virðast þau girnilegri til fróðleiks og skemmtunar en aðdragandi og atvik ferða- anna. Síðari kaflar bókarinnar gerast í gjörólíku umhverfi, í frumskógum Mið-Ameriku, þar sem höfundurinn heimsækir Iíúnaindíána í Darien og Sjókóindíána í vestan- verðri Colombía. Hér hefur höfundurinn ferðabókina í huga, og hann hefur sannarlega auga fyrir skemmtilegum atvikum, fróðlegum lifnaðarháttum og lifs- speki þessara frumstæðu (ijóða, sem lifa þó riku menningarlifi. Það er gaman að ferðast með honum og hami hefur aðlaðandi persónuleika og áhugamál. En það er sorglegt, bæði fyrir hann og lesandann, að hér er verið að rita eina síðustu lýsingu á hinni sönnu menningu þessara þjóða, sem hin „æðri“ hvíta menning er að útrýma. Ef til vill á bók þessi meira erindi til smáþjóðar, eins og íslend-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.