Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1954, Síða 66

Náttúrufræðingurinn - 1954, Síða 66
108 NÁTTtJRUFRÆÐINGURINN inga, en í fljótu bragði gæti virzt. Ef til vill kemur hún mörgum til að íhuga stöðu vorrar eigin þjóðar. Mikill fjöldi mynda, bæði litmynda og svart-hvítra mynda, skreyta bókina, og þær gera hana ekki sízt eftirsóknarverða. Er prentun þeirra með miklum ágætum. Það verk er unnið i Noregi, og minnir á það, hve myndprentun fer oft í handa- skolum hér ó landi. Að því leyti sýnir þessi bók, hverjar kröfur þarf að gera. Fóar erlendar ferðabækur hafa verið þýddar á islenzku og erum vér þó afskap- lega hörundssór, ef vér verðum vör vanþekkingar ó voru eigin landi og þjóð. En getum vér þama trútt um talað? Væri ekki einmitt þörf fleiri bóka og meiri fræðslu um önnur lönd og fjarskyldar þjóðir? Það hygg ég sé móla sannast. H.E. I næsta hefti Nóttúrufræðingsins er ætlunin að birta yfirlit yfir ritgerðir ís- lenzkra náttúrufræðinga ó erlendum málum, sem birzt hafa órið 1953. Ennfremur mun þeirra islenzkra greina verða getið, sem birzt hafa i öðrum ritum en Náttúru- fræðingnum. Vil ég biðja þá nóttúrufræðinga, sem vilja láta geta slíkra greina, að senda mér lista yfir þær, með stuttri greinargerð um efni þeirra. H. E. Menn og málefni. Þess skal hér getið, sem ekki mun hafa verið minnst ó í blöðum hérlendis, að þann 26. jan. 1953 var Púlmi Hunnessun rektor kjörinn heiðursfélagi danska jarð- fræðingafélagsins (Dansk Geologisk Forening). I heiðursskjali því, sem fylgir út- nefningunni, segir, að þetta sé gert „i Anerkendelse af Deres Indsats som In- spirationskilde for den modeme geologiske Udforskning af Island og som Initiativ- tager til den stort anlagte Undersögelse af Vulkanen Hekla, hvorved De har haft stor Betydning ogsaa for dansk Geologi og for et rigt og frugtbart Samarbejde mellem islandske og danske Geologer". Pólmi mun vera þriðji Islendingurinn, sem kjörinn hefur verið heiðursfélagi danska jarðfræðifélagsins. Hinir tveir voru Þorvaldur Thoroddsen og Helgi Pjeturss. Pjeturss. Árni Friðriksson mug. scient., deildarstjóri Fiskideildar, var fró óramótum róð- inn aðalritari alþjóðahafrannsóknaróðsins, sem hefur aðsetur sitt í Kaupmanna- höfn. Hefur hann um skeið fengið orlof fró störfum við Fiskideild, en stjómar þó islenzkum síldarrannsóknum, sildarmerkingum og friðunarrannsóknum í Faxaflóa. 1 fjarveru hans annast Jón Jónsson niag. scicnt. deildarstjórastörfin. SigurSur Þórurinsson fil. dr. var í maí siðastliðnum kjörinn útlandsfélagi (For- eign Member) brezka jarðfræðingafélagsins (Geological Society of London) „í viður- kenningarskyni fyrir þýðingarmiklar rannsóknir ó kvarter- og nútíma jarðfræði Islands, eldfjallasögu landsins og fyrir marghóttaða aðstoð veitta brezkum jarð- fræðingum, sem komið hafa til Islands".

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.