Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 68

Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 68
110 NÁTTtJRUFRÆÐINGURINN Laust fyrir aldamótin 1900 tók grasaáhugi Omangs óvænta stefnu. Hann fór sem sé að fást við erfiðustu ættkvísl háplantnanna, unda- fíflana. Tegundir þessarar ættkvíslar voru þá lítt rannsakaðar í Nor- egi, sem og víðar á þeim timum, og enginn sérfræðingur norskur þá til á því sviði. Þessu erfiða viðfangsefni helgaði Omang meira en 50 ár æfi sinnar, og alltaf var sinnan sú sama. Síðasta árið, sem hann lifði, farast honum orð í bréfi til mín eitthvað á þessa leið: „Nú er starfsorka mín þrotin, það liggur við, að ég öfundi yður af að fást við undafíflana.“ Orðstír Omangs sem undafiflafræðings barst ekki eingöngu eftir endilöngum Noregi, heldur einnig víða um lönd. Töldu grasafræð- ingar hann flestum undafíflafræðingum snjallari, enda bárust hon- um fíflar til ákvörðunar frá ýmsum erlendum söfnum. Telja sér- fróðir menn, að hann hafi haft óvenjulega skarpa hæfileika til að greina í sundur hinn mikla grúa tegunda og afbrigða, sem undafífla- ættkvíslin er svo auðug af. Sumarið 1936 ferðaðist Omang til íslands til þess að safna unda- fíflum og athuga útbreiðslu þeirra. Hann dvaldi hér um 6 vikna skeið og aflaði sér gagna, aðallega á svæðinu milli Hellisheiðar og Hvítár í Borgarfirði. Vildi hann kynnast undafíflagróðrinum hér af eigin raun, því að þá hafði grasasafnið i Kaupmannahöfn fengið hann til að ákvarða og endurskoða mikið safn íslenzkra undafífla, en megin- þorri allra fíflategundanna, sem hér hefur verið safnað, hafa hafnað á sínum tíma í Kaupmannahöfn. Einnig fékk hann til endurskoð- unar þær íslenzkar tegundir ættkvíslarinnar, sem til voru í grasa- safninu í Stokkhólmi. Árangurinn af öllu þessu varð sá, að hann lét frá sér fara rit yfir allar íslenzkar undafíflategundir, sem þá voru þekktar, og útbreiðslu þeirra. 1 riti þessu frumlýsir hann hvorki meira né minna en 50 nýjum tegundum auk nokkurra afbrigða. Við eigum því Omang a<5 þakka eina heilsteypta ritið, sem til er um undafíflagróður á íslandi. Rit þetta nefnist:Monographische Bearbeit- ung der Hieracien Islands. (Skrifter utg. av det norske Vid.-Ak. no. 3, Oslo 1938). En heimalandi sínu fórnaði hann mestu. Yfir 2000 teg- undir norskra undafífla hefur hann tekið til rannsóknar og frumlýst af þeim svo hundruðum skiptir. Liggja eftir liann fjölmargar smærri og stærri ritgerðir um undafifla. Árið 1926 gaf hann grasasafni háskól- ans í Ösló undafíflasafn sitt, og var það 20000 arkir. Omang lézt í Ulleváll sjúkrahúsi í Ósló 29. nóvember s.l. á áttug- asta og sjöunda aldursári. Ingimar Óskarsson.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.