Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1954, Side 69

Náttúrufræðingurinn - 1954, Side 69
MENN OG MÁLEFNI 111 Sitt af hverju Löng forsæla. 1 síðustu árbók Ferðafélags fslands (1953), sem rituð er af Þorsteini sýslumanni Þorsteinssyni, er birt eftirfarandi vísa um bæinn Svarta- gil í Norðurárdal, eftir Svein frá Mælifelli, sem þar var ráðsmaður: Átján vikur sól ei sér Svarta hér á gili. Norðankælan erfið er á því tímabili. Löng er hún, forsælan á bænum þeim, en þó er hún sums staðar lengri. Um Syðra Fjörð í Lóni kenndi Vilmundur landlæknir mér eftirfarandi erindi eftir Eirík Guðmundsson frá Hoffelli í Nesjum (f. 13. jan. 1844, d. 31. jan. 1931), einn hinna nafnkunnu Floffells- bræðra, en Eiríkur bjó síðast í Syðra Firði: Mikaels frá messudegi miðrar Góu til, í Syðra Firði sólin eigi sést það tímabil. Og að þreyja í þessum skugga þykir ýmsum hart; samt er á mínum sálarglugga sæmilega bjart. Mikaelsmessa er 29. september og varir forsælan í Syðra Firði samkvæmt því um tuttugu og fjórar vikur. Kann nokkur frá lengri forsælu að segja? S. Þ. * Jarðvegsbakteríur og olíuleit. R. J. Strawinski bakteriufræðingur við Louisiana háskóla hefur tekið ,,patent“ á nýrri aðferð við olíuleit, er liyggist á rannsókn jarðvegsbaktería. Jarðfræðingar hafa lengi álitið, að gas sem er samfara oliu i jörðu mundi yfirleitt leita upp í efri lög og jarðveg, Jrótt í smóum stíl væri og ómælanlegum. Strawinski ályktaði því að sérstakar bakteríur í jarðvegi mundu þá lifa á gasinu og rannsóknir hans hafa leitt í ljós, að olía er jafnan í nánd við þá staði, þar sem slíkar bakteríur finnast í jörðu. (Science, 5. marz 1954). — T. E.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.