Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1969, Side 3

Náttúrufræðingurinn - 1969, Side 3
Ndttúrufr. - 39. drgangur - 2. hefti - 49.-128. síða - Reykfavik, september 1969 Bergpór Jóhannsson: Athuganir á íslenzku mosaflórunni Helztu þœttir úr sögu rannsókna á islenzku mosaflórunni Telja má, að rannsóknir á íslenzku mosaflórunni hafi um þessar mundir staðið yfir í tvær aldir. Saga þessara rannsókna er þó stutt, því mjög er hún sundurslitin og oft er þar langt á milli atburða. Verður nú minnzt lauslega á merkustu atburði þessarar sögu. Fyrsta tilraun til að semja lista yfir allar þekktar íslenzkar mosa- tegundir er gerð eftir að danski grasafræðingurinn Johan Gerhard König er sendur hingað 1764—1765 þeirra erinda að safna plöntum fyrir Flora Danica. Listann samdi Otto Frederik Miiller eftir safni Königs og birtist hann árið 1770. Á þessum lista eru 72 tegundir. Listar, sem kenndir eru við Johan Zoega (1772) og Nikolai Mohr (1786), eru nánast endurprentanir á lista Miillers. Hinn frægi grasafræðingur William Jackson Hooker samdi lista yfir íslenzka mosa eltir ferð sína hingað og birtist sá listi í ferða- bók lians árið 1813. Á þeinr lista eru 114 tegundir. Isaac Caroll birti 1867 lista yfir mosa, sem hann fann á íslandi í ferð sinni 1861. Á þeim lista eru 40 tegundir, og er hann ekki í neinum tengslum við eldri lista. Axel Miirch ferðaðist hér um og safnaði mosum árið 1820. Hann skrifaði þó aldrei neitt um þá mosa sjálfur, en ílestir listar næstu fjóra áratugi eru að miklu leyti byggðir á safni lians, svo sem listar eftir Gliemann (1824), Vahl (1840) og Lindsay (1861). Árið 1868 hefst hið mikla framlag Chr. Grönlunds til þessara rannsókna með komu hans hingað. Aftur kom hann hingað árið 1876. Grönlund stóð lyrir endurgreiningu á safni Mörchs og safnaði miklu af mos- um hér sjálfur. Árið 1873 birti Grönlund grein sína: Revideret liste over islandske Hepaticœ og Musci. Tegundir á þeim lista eru

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.