Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1969, Síða 4

Náttúrufræðingurinn - 1969, Síða 4
50 NÁTT Ú RU FRÆÐI N GU RI N N alls 284. Árið 1881 kemur út rit hans, Islands Flora. í viðauka við þá bók birtist: Fortegnelse over de pá Island med sikkerhed fundne Mosser, Halvmosser og Laver. Á þeiirt lista eru 275 mosategundir. Árið 1885 ritar Grönlund grein í Botanisk Tidsskrift og gerir þar grein fyrir 200 tegundum, og er þetta langáreiðanlegasta heimild um íslenzku mosaflóruna til þess tíma. í lok greinarinnar birtist tafla með öllum þeim 280 tegundum mosa, er Grönlund telur örugglega fundna á íslandi. Grönlund gerir síðan grein fyrir nýj- ungum í íslenzku mosaflórunni í ritgerð árið 1896. Upp úr 1890 fara íslenzkir grasafræðingar að safna mosum, en urðu að leita á náðir danskra sérfræðinga til að fá þá nafngreinda. Um þetta leyti verða einnig þan þáttaskil, að farið er að taka rnosa að nokkru með í gróðurrannsóknum. Fyrstur til að geta mosa að einhverju ráði í ritgerðum um gróðurlendi og gróðurfar er Helgi Jónsson. í ritgerð sinni um gróður á Austurlandi árið 1895 nefnir hann ljcilda mosategunda. Árið 1899 ritar Helgi grein um flóru Snæfellsness og birtir lista yfir mosa fundna á svæðinu og enn nefnir Helgi mosa í grein um gróður á Suðurlandi árið 1905. Stefán Stefánsson getur einnig um mosa í greinum 1895—1897. Þegar August Hesselbo tók að sér að rita um mosana í Botany of Iceland, yfirfór hann það sem til náðist af íslenzkum mosum í söfnum, og reyndist allmikið af því hafa verið rangt nafngreint. Merkasta safn íslenzkra mosa, sem þá var til, safn Ólafs Davíðsson- ar, hafði að mestu legið ógreint þar til Hesselbo rannsakaði það. Ólafur var afar ötull safnari og er mosasafn hans mikið að vöxtum og eru í því ótrúlega margar tegundir. Að meginhluta til er það frá afar takmörkuðu svæði og gefur því allgóða hugmynd um mosa- flóru þess svæðis. Safn Ólafs er frá árunum 1897—1903. Hesselbo ferðaðist um landið árin 1909, 1912 og 1914 og kom í flestar sýslur landsins. Ritgerð hans, sem kom út árið 1918, er 280 síðna verk. Fullgildar íslenzkar tegundir telur hann 439, en hann telur enga tegund fullgilda sem íslenzka nema hann hafi sjálfur séð hana héðan. Ritgerð Hasselbos er mesta stórvirki í íslenzkum mosarann- sóknum til jressa dags og er langáreiðanlegasta heimild, sem enn er til, um mosaflóru landsins í heild. í ritgerð sinni gerir Hesselbo grein fyrir hverri einstakri tegund, fundarstöðum, útbreiðslu, vaxt- arstöðum, hæðarmörkum, gróbærni, breytileika og fleiru. Þegar haft er í huga, hve stuttum tíma er varið til þessa verks og einnig
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.