Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1969, Side 5

Náttúrufræðingurinn - 1969, Side 5
NÁTT Ú RU F RÆÐINGURINN 51 það, að einn maður ritar þarna um alla mosaflóruna, þarf engan að undra, að ýmis atriði hafa reynzt þurfa endurskoðunar við. I heild er ritgerð Hasselbos vel og samvizkusamlega unnin. Bandaríski mosafræðingurinn Albert LeRoy Andrews kom hér við árið 1914 og ritar á árunum 1915—1949 nokkrar greinar um mosa héðan. Árin 1931 og 1932 safnar svissneskur læknir, að nafni Meyer, hér mosum, og árið 1940 birtir Ch. Meylan niðurstöður úr rannsóknum sínum á því safni. Árið 1934 kemur hingað E. W. Jones til rannsókna í Grímsey og gerir grein fyrir mosunum í merkri grein árið 1946. Árið 1952 birtist ritgerð eftir Bodil Lange um Sphagnum á íslandi. Er þar um að ræða gagngera endurskoðun á öllum þeim eintökum, er hún náði til, og er þessi ritgerð mikil- vægt framlag til rannsókna á íslenzku mosaflórunni. Lange kennxr síðan hingað sjálf 1959 og birtast niðurstöður þeirrar ferðar í rit- gerð árið 1963. Með tilliti til þess, er hér fer á eftir, skal að lokum getið lista Bergþórs Jóhannssonar í Flóru 1968. Margar fleiri rit- gerðir mætti nefna, þar sem íslenzkir mosar koma við sögu, en sú upptalning yrði ekki tæmandi, svo hér verður látið staðar numið. Nýjungar um nokkrar tegundir Anomodon attenuatus (Hedw.) Hueb. Eyvindarmúli, Fljótshlíð, milli steina í grasivaxinni hlíð, ágúst 1965, B. J. Fyrsti fundur tegundarinnar hérlendis.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.