Náttúrufræðingurinn - 1969, Qupperneq 6
52
NÁTTÚ RU FR/EÐINGURINN
Anthoceros laevis L.
Eintök séð frá hverasvæðunum í Reykholtsdal í Borgarf., við
Hveragerði, Skálholt, Syðri-Reyki í Biskupst. og frá Geysissvæðinu
í Haukadal. Þessarar tegundar hefur ekki verið getið héðan fyrr,
þó að hún sé löngu fundin hér, sbr. það sem segir um A. punctatus.
[Anthoceros punctatus L.
Hesselbo s. 429. Þessi tegund er á lista Mullers og hefur æ síðan
verið talin til íslenzku mosaflórunnar. Öll íslenzk eintijk, sem ég
hef séð af Anthoceros, tillieyra hins vegar A. laevis og tel ég því,
að A. punctatus hafi ekki fundizt hér.]
[Brachythecium collinum (Schleich. ex C. Muell.) B. S. G.
Hesselbo s. 518. Aðeins talin hafa fundizt hér einu sinni, en ég
tel, að eintökin tilheyri B. plumosum (Hedw.) B. S. G.]
Brachythecium rutabulum (Hedw.) B. S. G.
Suður-Vík, Mýrdal, með gróhirzlum, júní og sept. 1960, Steinn
V. Magnússon. Reykir, Hrútafirði, í jarðhita, ágúst 1966, B. J.
Virðist ekki hafa fundist hér fyrr, en er á lista mínum 1968.
Brachythecium turgidum (Hartm.) Kindb.
Þeir Helgi Hallgrímsson og Hörður Kristinsson hafa lagt rann-
sóknum á íslenzku mosaflórunni mikið lið. Meðal annars liafa þeir
orðið fyrstir til að færa af fjöllum þessa tegund. Hennar hefur ekki
verið getið héðan fyrr, nema hvað hún er á lista mínum 1968.
Fundarstaðir: Droplaugarstaðir, Fljótsdal, í blautum klettasyllum,
ágúst 1959, Helgi Hallgrímsson. Ofan Reithóla í Hlíðarfjalli í
Eyjaf., í dýi í bratta, 1030 m, sept 1962, Hörður Kristinsson. Bóndi,
Eyjaf., 1200 m, ágúst 1963, Helgi Hallgrímsson. Við Laugafell
norðaustur af Hofsjökli, í vætu við læk, ágúst 1967, B. J.
Bryum marratii Hook. &; Wils. ex Wils.
Hveravík, Steingrímsf., Strand., í flæðarmálinu við frárennsli
frá laug, sept. 1967, B. j. Hefur ekki fundizt hér áður.
[Campylopus flexuosus (Hedw.) Brid.
Hesselbo s. 447. Fyrst getið héðan af Mohr 1786 og hefur síðan
verið talin til íslenzku mosaflórunnar. Öll eintök í söfnunum hér