Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1969, Page 9

Náttúrufræðingurinn - 1969, Page 9
N ÁT TÚ R U F RÆ ÐINGURIN N þessari tegund. í sept. 1967 fann ég þessa tegund bæði í Selárdal og á Fitjum í Steingrímsfirði í þétturn hnúskum á lyngivöxnum þúlum í mýrum. Dicranum angustum Lindb. Hesselbo s. 443. Er í Botany of Iceland getið frá nokkrum fundar- stöðum í öllum landsfjórðungum. Þau eintök, sem þessir fundir eru byggðir á, virðast þó öll tilheyra öðrum tegundum. Helgi Hall- grímsson getur þessarar tegundar úr Egilsstaðaskógi 1966 og virð- ast eintökin þaðan tilheyra henni, en þau eru án gróhirzlna og er nafngreiningin ekki fyllilega örugg. Góð eintiik með fullþroskuðum gróhirzlum fann ég í september 1967 innan um Sphagnum í rnýri í Selárdal í Steingrímsfirði. Ditrichum cylindricum (Hedw.) Grout Ingimar Óskarsson afhenti nýlega Náttúrufræðistofnun íslands talsvert saln íslenzkra mosa, sem safnað er á árunum 1925—1957, en var að nokkru ónafngreint þar til nú. í þessu safni fann ég meðal annars þessa tegund, sem ekki hefur verið getið héðan fyrr, nema livað hún er tekin á lista rninn 1968, eftir að ég hafði séð eintök Ingimars, sem eru tekin í ágúst 1926 við Glerá ofan Akureyrar og eru með vel þroskuðum gróhirzlum. Sjálfur hef ég fundið þessa tegund í skurðbökkum á Mælifelli og Reykjum í Skagafirði og á Heimaey í Vestmannaeyjum, en öll eru þau eintök án gróhirzlna. [Ditrichum nivale Limpr. Hesselbo s. 448. Hefur aðeins verið getið héðan einu sinni, í Botany of Iceland, og aðeins frá einum fundarstað. Eintökin, sem eru varðveitt í Kaupmannahöfn, tilheyra þó ekki Ditrichum held- ur Dicranella, og hefur Ditrichum nivale því ekki fundizt hér.] Drepanocladus sendtneri (Schimp.) Warnst. Aðeins fundin hér einu sinni, á Helgavatni í Vatnsdal, af Stefáni Stefánssyni. í Flóru 1968 hef ég talið þessa tegund vafasama og ekki sett hana á aðallistann, en eintök Stefáns, sem ég hef nýlega séð, eru rétt nafngreind og verður því að telja þessa tegund til ís- lenzku mosaflórunnar.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.