Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1969, Page 22

Náttúrufræðingurinn - 1969, Page 22
68 N ÁT T Ú R U F R Æ Ð I N G U RI N N Guttormur Sigbjarnarson: r Afok og uppblástur — Þœttir úr gróðursögu Haukadalsheiðar — Inngangur Markmiðið með þeim rannsóknum, sem hér verður greint £rá, er tilraun til að varpa einhverju ljósi á þróunarsögu íslenzka áfoks- jarðvegsins í'rá lokum síðasta jökulskeiðs og fram til vorra daga, þ. e. í fyrsta lagi myndun hans og í Öðru lagi eyðingu hans. Að vísu gátu rannsóknirnar aðeins beinzt að nokkrum þáttum þessa umfangsmikla viðfangsefnis, þar sem tími og aðstaða leyfðu ekki meira. Við framkvæmd rannsóknanna var reynt að fylgja eftirfar- andi grundvallaratriðum: 1. Að velja sérstakt afmarkað rannsóknarsvæði, þar sem jarðvegs- eyðingin væri í fullum gangi. 2. Að gera jarðfræðilegt (geomorphological) yfirlit yfir svæðið. 3. Að rannsaka myndunarsögu áfoksjarðvegsins. 4. Að rannsaka eðli, orsakir og sögu jarðvegseyðingarinnar. Svæði það, sem varð fyrir valinu, liggur frá efstu bæjum í Bisk- upstungum að Hagavatni við Langjökul (1. rnynd). l>að liggur beggja vegna Árbrandsár, en svo heitir Tungufljótið ofan byggðar- innar upp að Sandvatni, en eftir það heitir áin Far. Nafnið Hauka- dalsheiði er í raun og veru aðeins nafn á nokkrum hluta rann- sóknarsvæðisins, sem sýnt er á 1. mynd, en ég hef þó kosið að nota það nafn fyrir allt svæðið, þar sem það hefur ekkert sameiginlegt heiti. Rannsóknarsvæði þetta var valið í samráði við þá Sigurð Þór- arinsson og Pál Sveinsson, landgræðslustjóra. Landgræðslan hafði einmitt vorið 1964 girt nokkurn hluta þess til að hefta þar jarð- vegseyðinguna og rækta upp örfoka landsvæðin. Lægsti hlutinn

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.