Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1969, Side 24

Náttúrufræðingurinn - 1969, Side 24
70 NÁTTÚ RU FRÆÐINGU RIN N því á hvaða stigi jarðvegseyðingin var það ár. Hér á eftir verður skýrt frá þessum rannsóknum og þeim ályktunum, sem af þeim má draga, en rúmsins vegna verður aðeins hægt að drepa á nokkur Jjýðingarmestu atriðin í sambandi við myndun áfoksjarðvegsins og jarðvegsrofið. Aðrar jarðfræðirannsóknir á rannsóknarsvæðinu verða ekki teknar til meðferðar liér, enda itafa þeim verið gerð nokkur skil annars staðar (G. Sigbjarnarson 1967). Þó að ýmsar ákveðnar ályktanir megi draga af rannsóknum Jress- um, er það ef til vill engum Ijósara en höfundi, hve mikið vantar á, að unnt sé að gela viðhlítandi skýringar á mörgum mikilsverð- um atriðum í sambandi við myndun áfoksjarðvegsins og eyðingu hans. Mér varð það fljótlega ljóst, eftir að ég hóf Jressar rannsóknir, að útilokað væri að taka alla þætti Jress til meðferðar, miðað við stærð og tíma verkefnisins. Ég valdi Jrví Jrann kostinn að beina rannsóknunum að nokkrum völdum þáttum, Jró að Jrað rýri ef til vill heildarniðurstöður þeirra. Eftirfarandi rannsóknaraðferðir urðu fyrir valinu: 1. Mæld voru snið í gegnum áfoksjarðveginn, þar senr Jækkt öskulög voru notuð sem mælikvarði á þykknunarhraða hans á ýmsum tímum, og þá um leið á magn lausra fokefna á hverjum tíma. 2. (ierðar voru kornastærðarmælingar á steinefnainnihaldi áfoks- jarðvegsins lrá mismunandi tímum. 3. Rannsökuð var kornagerð og kornalögun áfoksins. 4. Gerðar voru ýmsar athuganir á jarðvegsrofinu á rannsóknar- svæðinu, þ. e. á eðli þess og orsökum, en því miður reyndist rannsóknartíminn of stuttur, til Jress að unnt væri að koma við beinum mælingum á hraða jarðvegseyðingarinnar. Fyrri rannsóknir Hákon Bjarnason (1953) rekur nokkuð sögu jarðvegseyðingarinn- ar á Haukadalsheiði í grein sinni „Gróðurrán eða ræktun“, sem birtist í Tímanum. Mér er ekki kunnugt um, að aðrar athuganir hafi verið gerðar á gróðursögu rannsóknarsvæðisins, en nú hefur verið gert gróðurkort yfir þetta svæði undir stjórn Yngva Þorsteins- sonar (1967). Áfoksjarðvegurinn og jarðvegsrofið á íslandi hefur aftur á móti

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.