Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1969, Page 47

Náttúrufræðingurinn - 1969, Page 47
N ÁTÚ RIJ FRÆÐIN GIJ R! N N 89 rannsóknarsvæðisins til annars, og þá sérstaklega ofan landnámslags- ins. Til þess að rannsaka, livort nokkur regla væri í þeim breyt- ingum, lagði ég hugsað snið yfir rannsóknarsvæði í aðalvindrofs- áttina frá NA—SV og ofanvarpaði öllum jarðvegssniðunum á |)á línu. Kom þá í ljós, að ákveðin tilhneiging var í þá átt, að áfoks- söfnun á hverjum tírna hafði oft verið meiri á einum hluta svæðis- ins heldur en öðrum. 5. mynd sýnir í grófum dráttum niðurstöður þessarar athugunar, og verður vikið nánar að þeim síðar í sambandi við gróðursögu Haukadalsheiðar. Kornastœrðarmœlingar Verulegur grófleikamismunur virðist á áfoksjarðveginum á mis- munandi dýpi og mismunandi stöðum, séð með berum augum. Til þess að ganga úr skugga um þennan mismun voru tekin sýni úr 7 jarðvegssniðum á mismunandi dýpi til að mæla kornastærðarsam- setningu þeirra. hess var gætt, að engin öskulög kæmu með í sýnun- um. Gerðar voru kornastærðarmælingar á .‘56 sýnum. Var þetta gert í þeirri von, að unnt reyndist að skýra einhverja þætti í myndunar- sögu áfoksjarðvegsins út frá kornastærðafdreifingunni. Það má full- víst teljast, að því grófara sem áfokið er, þeim mun skemmri vega- lengd hefur það borizt í loftinu, áður en það féll til jarðar. Hér verður hvorki Jýst framkvæmd mælinganna né þeim erfiðleikum, sem eru á því að mæla kornastærð áfoksins. Samandregnar niður- stöður þessara mælinga eru sýndar í töflu III, en á 6. mynd eru sýnd línurit ai kornastærðardreifingu 5 sýnanna, og gefa þau góða hugmynd um kornastærðarsamsetningu áfoksjarðvegsins. í töflu III er einnig reiknuð út meðalkornastærð sýnanna (MdQöO) og flokk- un þeirra (log Q75/q2d)- Flokkunin gefur nokkuð til kynna. live mikill Jiluti kornanna er af svipaðri stærð, þannig að hún nálgast það að verða 0, eftir því sem kornin eru meira af sama stærðar- flokki. Lítilsháttar tilraun var gerð til að kanna, ltvaða áhrif fjarlægðin frá uppsprettu fokefnanna hefur á kornastærðarsamsetninguna. Þessi tilraun var því miður alltof smá í sniðum til þess að geta talizt vísindaleg sönnun, en hún gefur samt vissa vísbendingu um þróunina. Tilraun þessa hef ég nefnt S-sýnin. Tilraunin var í því fólgin, að gralnar voru sex 20—30 cm djúpar holur í 1,5, 10, 25,

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.