Náttúrufræðingurinn - 1969, Qupperneq 49
N ÁT T Ú RU F RÆ ÐINGURINN
91
6. mynd. Kornastærðardreifing í 5 jarðvegssýnum af Haukadalsheiði. — The
grain size composition of 5 samples of the loessial soil on Haukadalsheicli.
50, 100 og 250 m fjarlægð frá enda vindgeilar á milli Litlu- og
Stóru-Grjótár. Holur Jressar voru 30—40 cm að þvermáli og botn
þeirra var íóðraður innan með plasti og þess vandlega gætt, að ekki
hryndi úr bökkunum niður í holurnar. Gengið var frá holunum
Jrann 10. ágúst 1964 og uppmoksturinn úr þeirn fjarlægður, svo að
hann fyki ekki ofan í jDær. I,andið umhverfis holurnar var vaxið
víðilyngi og fjalldrapa ásamt grasi. Þann 31. júlí 1965 voru hol-
urnar heimsóttar og mælt, hvað hafði safnazt í Jrær á þeim tíma.
Jafnframt voru tekin sýni af Jdví, sem í þær hafði safnazt, en Jrað
hafði borizt Jjangað með vindinum, því að plastfóðrunin var alls
staðar óhögguð og hvergi sást þess vottur, að í þær hefði hrunið
úr holbörmunum. Holurnar S-1 og S-5 höfðu fyllzt af áfoki og að-
eins 4 cm borð var á holunni S-10. Þykkt áfoksins í holunum er
sýnd á 7. mynd, en hún var mælcl á 8 stöðum í hverri holu, og
sýnin tekin sem jafnast úr allri dýptinni, Jrví að talsvert bar á lag-
skiptingu í áfokinu, sérstaklega í þeim holum, sem næst lágu rof-
barðinu. Gerðar voru kornastærðarmælingar á sýnunum og eru
niðurstöður þeirra sýndar í töflu IV og á 8. mynd. Það kemur mjög
skýrt fram, hvernig kornastærðardreifingin breytist með fjarlægð-
inni frá rofbarðinu, þannig að meðalkornastærðin minnkar, en
flokkunin vex. Að vísu er holan S-1 undantekning, en sú skýring
mun vera á Jdví, að hún hafi l'yllzt mjög fljótt í tiltölulega hægum
vindi. Sjá mátti Jrað á gróileika áfoksins í holunum og hvernig ]>að