Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1969, Side 54

Náttúrufræðingurinn - 1969, Side 54
NÁTTÚRUFRÆÐI NGU RI N N 96 sjárrannsóknirnar sást, að einstök korn ern mjög misjöfn að lit. Grófustu kornin eru fyrst og fremst ljós vikur, en li 1 iitdeild dökka vikursins vex með minnkandi kornastærð, jafnframt því sem meira fer að bera á ryðbrúnum kornum. Þegar kornastærðin er komin niður fyrir 0,06 mm í þvermál, eru nær 6)11 kornin brúnleit eða ryð- brún á litinn, og það er einmitt hann, sem ræður lit áfoksjarðvegs- ins. Þessi ryðbrúni litur er þó að öllum líkindum ekki hinn upp- runalegi fyrir kornin, heldur er hann tilkominn við myndbreyt- ingu, þ. e. við upptöku vatns (hydratation) eða ryðgun járns (iron oxydation). Það er einnig algengt, að svörtu öskulögin, sent liggja neðan við H3 í áfoksjarðveginum, séu ryðbrún á litinn á köflum, ]tó að öruggt geti talizt, að þau hafi alls staðar verið svört í upp- hafi. Þessi brúni litur er þá tilkominn við myndbreytingu. Nokkrar athuganir voru gerðar á lögun kornanna í áfoksjarðveg- inum til að sjá, hvort þau væru slitin á köntum, því að það gefur nokkrar upplýsingar um æviferil þeirra. Rannsakaður var aðeins grófari hluti áfoksins, kornin yfir 0,06 mm í þvermál. 55% allra kornanna reyndist alveg óslitinn á köntum, en afgangurinn aðeins lítils háttar kantslitinn, en um 1% kornanna reyndust vel slípuð. Slípuð korn undir 0,75 mm í þvermál eru öruggt merki um vind- svörfun, því að vatn kantslítur ekki svo litlum kornum. Megin- hluti kornanna virðist því ekki vera vindsorfinn, en lítill hluti þeirra ber merki vindsvörfunar. Tvö sýni voru tekin til að rannsaka nánar kristallagerð korn- anna. Annað þeirra var tekið á milli öskulaganna I. og H:, í Sand- vatnshfíðartorfum, en hitt var tekið yfir öskulaginu H17(iG í hálendisbrúninni norðaustur af Haukadal. Sýnin voru skoðuð í kristallasmásjá (polariscop). Kom þá í ljós, að yfirgnæfandi meiri- hluti allra kornanna var glerkenndur og sýndi engan vott af kristal- myndun. I fyrrnefnda sýninu sáust engir ótvíræðir kristallar, en meira bar á kristöllum í því síðarnefnda, eða lauslega áætlað í 10— 20% kornanna. Má þar til nefna nokkra plagióklaskristalla, olivin (iddingsit) og kalkspatkristal (og auk þess zirkon? og biotit?). Teknar voru röntgenmyndir af báðum þessum sýnum. Röntgen- myndin af því fyrrnefnda sýndi einnig enga ótvíræða kristalmynd- un, en þó vottaði fyrir plagióklasi, en röntgenmyndin af því síðar- nefnda sýndi ótvíræða plagíóklaskristalla og el’ til vill vott af pyr- oxen- og olivin-kristöllum. Aðrir kristallar urðu þar ekki greindir.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.