Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1969, Side 68

Náttúrufræðingurinn - 1969, Side 68
110 NÁTTÚ R UFRÆÐIN G U RIN N þess benda þykkir öskuskaflar, sem finnast við Sandá um 500 m frá Sandvatni, en þeir eru úr öskulögunum H3 og H4. Loftslagsbreytingar virðast ekki hafa haft nein stórfelld áhrif á söfnunarhraða áfoksins á forsögulegum tíma. Loftslagið var að vísu nokkuð hlýrra en nú er meiri hluta þess tíma. Ekki verður séð, að loftslagskólnunin í upphafi járnaldar um 600 f. K.r. hafi haft nokk- ur veruleg áhrif, sem hefðu þá átt að koma fram rétt yíir ösku- laginu H8. Þess ber þó að gæta, að um helmingi minni aska féll á Haukadalsheiðina á milli öskulaganna H8 og L, heldur en á milli H4 og H;i, þrátt fyrir það er áfokssöfnunin nærri jafnmikil. Hvernig var þá umhorfs á Haukadalsheiðinni, þegar landnáms- mennirnir komu þangað fyrst? Áfoksmyndanirnar frá forsögulegum tíma eru mjög jafnt dreifðar um allt svæðið (5. mynd). Þær gela það því ótvírætt til kynna, að mjög ldiðstæð söfnunarskilyrði hafa þá verið um allt svæðið. Það má því fullyrða, að nærri því allt rann- sóknarsvæðið hali verið gróðurlendi, þakið áfoksjarðvegi. Að vísu er líklegt, að liægfara jarðvegsrof hal'i verið á einstaka stað, en gróðurinn mun þó sennilega hafa fylgt rofbörðunum. Örnefnin Sandfell og Sandvatn benda að vísu til jarðvegsrofs, en mér er ekki kunnugt um uppruna þeirra nafna, svo að þau geta hæglega verið síðar tilkomin. Það má teljast líklegt, að eitthvert jarðvegsrof hafi verið í hlíðum Brekknafjalla og í Jarlhettum. Alveg er óvíst um, hver hafi þá verið lega Hagafellsjökuls við Hagavatn, þó hefur hann sennilega verið nokkru minni en hann er nú. Nokkrar gróður- torfur eru í suðurhlíðum Einifells, og ná þær upp í 400 m y. s. Jarðvegurinn í þeim er nokkuð jafnþykkur, og þar er að finna öll þekkt: öskulög á þessum slóðum. Efsti hlutinn af þessum torfum liggur þó í skriðuhalla (30°). Torfur þessar bera vitni um það, að áfoksjarðvegurinn getur safnazt og geymzt í snarbröttum I jallahlíð- um, a. m. k. ef berggrunnurinn er lekur. Aftur á móti mundi vatn- ið líklega grafa þær niður á vatnsþéttum berggrunni. Brekknafjöll og Jarlhettur hafa því að öllum líkindum einnig verið að mestu þakin áfoksjarðvegi, og ]tá hefur dalurinn norðvestan við Jarlhettur verið hinn réttnefndi Fagridalur. Hákon Bjarnason (1953) hefur lært rök að ]>ví, að vendegur hluti Haukadalsheiðar hafi verið skógi vaxinn á landnámsöld. Bæði örnefni og gamlar heimildir styrkja þá skoðun. Það má Jdví fullyrða, að jarðvegseyðingin á Haukadalsheiði liefur

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.