Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1969, Page 81

Náttúrufræðingurinn - 1969, Page 81
NÁTTÚRU FRÆÐINGURIN N 123 fram á annan veg. T neðri hluta blómskipunarinnar myndast rauð æxlikorn, í stað blóma. Er axið stundum nær alsett kornunum, en aðeins fá eða engin blóm í toppnum. Æxlikornin sitja á stuttum stilk- um. Þau falla af síðsumars og spíra sem fræ næsta vor, en þetta er vit- anlega kynlaus æxlun. Stundum byrja æxlikornin að spíra meðan þau sitja á jurtinni og vaxa út úr þeinr örsmá græn blöð. Kallast öx- in þá blaðgróin. Sauðvingli og fjallapunti fjölgar á svipaðan hátt. — Vísindanafn kornsúru er Poly- gonurn viviparum. Poly þýðir marg- ir, en gonum hné eða afkomendur. Viviparum þýðir eiginlega sá sem fæðir lifandi unga — og mun þar átt við æxlikornin. Rjúpur o. fl. fuglar éta æxlikornin með góðri lyst. Sömuleiðis hérar og nrýs og fleiri nagdýr. En sum kornin ganga óskemmd niður af dýrunum, einkum óspíruð korn. Stuðla fuglar og nagdýr þannig að dreifingu jurtanna að einlrverju leyti. — A Norðurlöndum ber kornsúran nrörg nöfn. Hún er t. d. kölluð fuglafræ, fjallarúgur, hérarúgur og krákumatur. En fleiri éta æxli- kornin en þessi nöfn benda til. Kornin hafa verið hagnýtt til matar fyrrum rurr öll Norðurlönd. En seinlegur hefur sá matarafli verið. Á Austfold í Noregi voru þau seydd í mjólk og étin fram unr miðja 19. öld. Jarðstöngull kornsúru var grafinn upp, þurrkaður og malaður í mjöl í hallærum, t. d. á árununr 1740—1742 í Suður- Þrændalögum. Á íslandi voru kornin einnig étin, kölluð vallarkorn, líklega vegna þess að oft vex mikið af kornsúru á valllendi og harð- balahólunr í túnunr. í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar segir svo unr notkun vallarkornanna: „Af kornunr hennar eða blómstöngulhnýðum er gert brauð og grautur. Þegar hnýðin eru fullþroskuð eru þau tínd og þurrkuð Kornsúra.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.