Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1969, Side 83

Náttúrufræðingurinn - 1969, Side 83
NÁT TÚRUFRÆÐINGURINN 125 ]. mynd. Mararhetta. (Ur: Hvad finder jeg pfi stranden) Fyrir nokkrum árum bað Þorsteinn Víglundsson, sparisjóðsstjóri í Vestmannaeyjum, mig að líta á ungan hettu-kuðung, sem hann lann, ef ske kynni að það væri mararhetta. Þar senr aðeins var um eitt og það mjög ungt eintak að ræða, þorði ég ekki að slá því föstu, að hér væri mararhetta á ferðinni, en taldi þó sennilegt að svo væri. í sumar sendi svo Þorsteinn mér til ákvörðunar eitt ein- tak af hettu-kuðungi, sem hann hugði vera mararhettu, enda rétt. til getið. Eintak það, sem hér um ræðir, fannst í maga á þorski, er veiddist við Eyjar. Munni þess er 39 mm á lengd og 32 mm á breidd. Eintakið er mjög ferskt að útliti og algerlega ónúið. Með þessum fundi tel ég fullkomlega sannað, að mararhettan liii hér við land, að minnsta kosti umhverfis Vestmannaeyjar. Annars er mararhettan útbreidd frá Lófóten í Noregi og suður með strönd- um Evrópu allt til Miðjarðarhafs og Azoreyja. Auk þess er hún mjög algeng umhverfis Bretlandseyjar og við Færeyjar. Tegundin hefur sviflirfur og getur því auðveldlega borizt til Islands með Golf- straumnum. Aftur á móti er ekki vitað, að til séu eintök af kringluskel frá íslandi, hvorki á söfnurn héidendis né erlendis. En skeldýrafræð- ingarnir Jeffreys og Mörch hafa getið hennar héðan. I greininni Sœlindýr við ísland eltir Guðmund G. Bárðarson, sem út kom í skýrslu hins íslenzka Náttúrufræðifélags 1917—1918, er skýrt frá þessari tegund, og hefur Guðmundur gefið henni heitið kringlu- skel á íslenzku, enda þótt hann gæti ekki sannað tilveru hennar við ísland. Vorið 1968 finnst við Vestmannaeyjar (finnandi Þorsteinn Víg- lundsson) hægri skel þessarar tegundar í ýsugörnum. Lengd hinnar

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.