Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 3

Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 3
Haraldur Sigurðsson Tambora 1815: Mesta eldgos á jörðinni á sögulegum tíma inngangur Árið 1815 varð mesta eldgos sem sögur fara af, þegar eldijallið Tambora á eynni Sumbawa í Austur-Indíum sprakk í loft upp. í gosinu þeyttist mikið magn af brennisteinsgasi og ösku upp í heiðhvolfið og hafði móðan áhrif á loftslag um allan heim. Fyrir okkur eru Austur-Indíur íjarlæg lönd með ævintýrablæ og til skamms tíma höfðu fáir íslendingar farið þar um aðrir en Jón Ólafsson Indíafari (1624), Árni Magnússon frá Geitastekk (1760) og Björgúlfur Ólafsson læknir (1915). Indónesía er nú íjórða ijölmennasta ríki heims, með 184 milljónir íbúa, sem búa á um þrettán þúsund eldfjalla- eyjum og varðveita forna og merkilega menningu. Það er ekki eingöngu fjöldi eldstöðva sem gerir þennan heimshluta sérstæðan fyrir jarðfræðinga heldur er það stærð og kraftur sprengigosanna sem olli því að greinarhöfundur leitaði á þessar slóðir til rannsókna. Gosin í Austur-Indium hafa dreift ösku og brennisteinsmóðu um allan heim, eink- um gosin í Tambora 1815, Krakatá 1883 og Agung 1963. Mestu eldgos á jörðinni eru sprengi- gos sem framleiða gjóskuflóð. Stendur þá strókur af vikri, ösku og gasi upp úr gígnum og frá þessum risastóra gos- brunni streymir glóandi heitt flóð sem rennur með jörðu í allar áttir frá eld- íjallinu. Þessi heitu helský eru mestu skaðvaldar í eldfjallalöndum og valda gjöreyðingu þar sem þau flæða yfir. Gos af þessu tagi eru nær óþekkt á íslandi og á margan hátt ólík þeyti- gosum þeim sem brjótast upp úr Heklu eða Öskju. íslensk þeytigos eru flest plínísk, þ.e. af þeirri tegund sem ein- kenndi gosið í Vesúvíusi árið 79 e.Kr., þegar rómversku borgirnar Pompei og Herkúlaneum eyddust og Plíníus eldri fórst (Haraldur Sigurðsson o.fl. 1985). í plínískum þeytigosum stendur strókur af vikri og ösku upp úr gígnum og blandast andrúmslofti. Askan hitar loftið og öskublandan ris upp í heið- hvolfið eins og risastór loftbelgur. Öskustrókurinn dreifist síðan með vindi í heiðhvolfínu eða við veðra- hvörfín (í um 15 til 30 km hæð) og að lokum fellur öskudreifín til jarðar og myndar öskulag. Plínísk þeytigos eru töluvert kraftmikil, eða með kviku- streymi 107 til 108 kg/sek (10--100 þús. tonn/sek). En ef streymið nær vissum mörkum (1. mynd) gjörbreytast hættir gossins. Gjóska streymir þá með svo miklum hraða í stróknum sem stendur upp úr gígnum að hún nær ekki að blandast andrúmslofti, og fær þá ekki lyftingu við að hita loftið, heldur þeyt- ist skammt upp eins og gosbrunnur og fellur síðan til jarðar umhverfis gíginn eins og glóandi snjóflóð. Það virðist Náttúrufræðingurinn 63 (3-4), bls. 125-149, 1993. 125
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.