Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1993, Síða 23

Náttúrufræðingurinn - 1993, Síða 23
loftsins (14. mynd). Að lokum ályktaði Hymphreys að endurkast sólargeisla frá eldfjallamóðu og út í geiminn sé þrjátíu sinnum meira en það magn af vörmum jarðgeislum sem móðan getur numið í sig og þar af leiðandi valdi móðan kælingu á yfírborði jarðar. Rannsóknir síðari tíma hafa sýnt fram á að tvær höfuðforsendur Hum- phreys eru rangar. I fyrsta lagi er móð- an ekki úr glerkornum heldur er hún úði af brennisteinssýru og í öðru lagi er stærð agna í móðunni ekki 1,85 míkron heldur um 0,1 míkron. Þegar Agung, á eynni Balí í Indónesíu, gaus árið 1963 var hin háfleyga U-2 njósnaflugvél Bandaríkjanna notuð til að safna sýnum úr móðunni í um 21 km hæð. Christian Junge sýndi fram á að móðan var nær eingöngu samsett af örsmáum dropum úr nær hreinni brennisteinssýru (75% H2S04 + 25% H20) en magn glerkorna var hverfandi lítið. Það tók nokkra áratugi áður en menn áttuðu sig fullkomlega á mikilvægi þessarar bylt- ingarkenndu uppgötvunar en Pollack o.fl. (1976) urðu fyrstir til að kanna áhrif brennisteinsmóðu á geislabúskap lofthjúpsins og loftslag. Niðurstöður þeirra sýna að þótt eldfjallamóðan endurvarpi hita út í geiminn er kólnun á yfírborði jarðar af þessum sökum lítil fyrst í stað vegna þess að móðan hefur einnig gróðurhúsaáhrif skömmu eftir gos, á meðan agnirnar eru stórar. Á þessu stigi hitnar lofthjúpurinn í heið- hvolfínu en nokkrum mánuðum eftir gos byrjar verulega að kólna í veðra- hvolfi og á yfírborði jarðar samkvæmt mælingum og veðurathugunum eftir stórgos, eins og lýst var hér á undan. Hvað verður þá af öllum glerkorn- unum? Sýnt hefur verið fram á að meðalstærð gjóskukoma úr sprengigosi er mjög lítil, eða til dæmis aðeins um 16 míkron í gosinu í St. Helenufjalli í Washingtonríki í Bandaríkjunum árið 1980, og mikill hluti gjóskunnar eru glerkorn um eða undir eitt míkron í þvermál. Samkvæmt lögmáli Stokes um fallhraða ættu öskukorn af þessari stærð að berast að minnsta kosti hálfa leið kringum hnöttinn áður en þau falla til jarðar en gjóskan frá St. Helenu féll ekki í Atlantshafið árið 1980, eins og Stokes-lögmál segir til um, heldur rigndi niður aðallega innan 300 km fjarlægðar frá íjallinu. Ástæðan fyrir því er sú að öskuagnirnar féllu ekki til jarðar sem einstök korn heldur höfðu þær dregist saman í stórar þyrpingar í gjóskustróknum. Þyrpingarnar, sem voru um 200 míkron í þvermál, fylgdu Stokes-lögmáli og féllu til jarðar skammt frá eldfjallinu. Þær voru svo laust tengdar að þær leystust í sundur þegar til jarðar kom (Carey og Harald- ur Sigurðsson 1982). Hvert er það að- dráttarafl sem veldur því að smáagnir hanga saman í gjóskustróknum? I sprengigosum er algengt að mökkurinn sé upplýstur af eldingum, en upphaf Surtseyjargossins er eitt besta dæmi um það (Sveinbjörn Björnsson 1966), og rafmagnstruflanir i gjóskustróknum eru sennilegasta skýringin á þessari til- hneigingu öskuagnanna að safnast saman í stærri þyrpingar. BRENNISTEINN FRÁ TAMBORA Hvað kom mikið af brennisteinsgasi upp úr Tambora árið 1815? Þar sem brennisteinn er mjög reikult og upp- leysanlegt efni er erfítt að áætla magn- ið en þó má beita tveimur aðferðum í þessu sambandi: mælingum á brenni- steini i glerinnlyksum í kristöllum frá Tambora og mælingum á brennisteins- sýru frá árinu 1815-16 í ískjörnum frá heimskautalöndum. Glerinnlyksur í kristöllum frá gosinu innihalda um 600 ppm af brennisteini og varðveita senni- lega brennisteinsmagn kvikunnar fyrir gos. Miðað við heildarmagn kviku sem 145
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.