Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 28

Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 28
Er flórgoðavarpið við Ástjöm í hættu? Hinu íslenska náttúrufræðifélagi barst nýlega skýrslan Fuglalíf við vötn ofan Hafnarfjarðar og Garðabœjar eftir Óláf K. Nielsen. Skýrslan er gefin út af Hafn- arijarðarbæ og Garðabæ 1993, 33 bls. í brotinu A4. Heilbrigðisráð Hafnarfjarðar og Um- hverfismálanefnd Garðabæjar stóðu sam- eiginlega að úttekt á fuglalífi við vötn í umdæmum þeirra sumarið 1993. Vötnin sem um er að ræða eru Hamarskotslækur (Lækurinn), Astjörn og Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði og Urriðakotsvatn og Vífíls- staðavatn í Garðabæ. Könnunin beindist fyrst og fremst að vatnafuglum, þ.e. önd- um, grágæs, flórgoða, hettumáfi og kríu. Tilgangurinn var að kanna tegundasam- setningu og stærð varpstofna, fylgjast með afkomu varpsins og athuga hvort vátna- fuglar kæmu á þessi svæði síðsumars til að fella. Meðal varpfugla voru stokkönd, rauðhöfðaönd, urtönd, duggönd, skúfönd, toppönd og grágæs auk flórgoða, hettu- máfs og kríu. Þéttleiki varpfugla miðað við flatareiningu vatns er mjög mikill á Læknum eða svipaður og gerist á Tjörn- inni í Reykjavík enda bæði svæðin mótuð af borgarumhverfi og þéttleikinn til kominn vegna mikilla brauðgjafa almenn- ings. Nær engir vatnafuglar sóttu á Hval- eyrarvatn en þéttleiki vatnafugla á As- tjörn, Urriðakotsvatni og Vífilsstaðavatni var svipaður og gerist á lífríkum vötnum á Norðurlandi. Lagt er til í skýrslunni að Astjörn, Urriðakotsvatn og Vífilsstaðavatn fái að þróast eftir eigin náttúrulegu lög- málum. Þessi þrjú vötn njóta öll friðunar, Náttúruverndarráð friðaði Astjörn 1978 og Garðabær hefur friðað Urriðakotsvatn og Vífilsstaðavatn. Friðlandið Astjörn er í umsjón Hafnarfjarðar. Athygli vekur það fálæti sem bæjaryfirvöld hafa sýnt lífríki tjarnarinnar en fram kemur í skýrslunni að ekkert er gert til að koma í veg fyrir átroðning í friðlandinu á varptíma þrátt fyrir reglur þar að lútandi. Þá hefur frið- landið verið skert um 9000 m2(3,4%) með byggingarframkvæmdum við íþróttasvæð- ið Ásvelli og byggð hefur verið skipulögð niður að friðlandsmörkum allt umhverfis tjörnina. Ástjörn nýtur þó algjörrar sér- stöðu í hópi þessara vatna og ræðst það af ýmsu, m.a. sérstæðu landslagi, gróðurfari, lágdýralífi og fuglalífi. Við tjörnina verpa stokkönd, urtönd, rauðhöfðaönd, skúfönd, grágæs og flórgoði. Einnig er þar stórt hettumáfsvarp og kríuvarp og í móunum og votlendinu við tjörnina verpa einar 11 tegundir mófugla. Eitt af því sem gefur tjörninni verndargildi á landsmælikvarða er flórgoðabyggðin en varpstofninn á tjörninni 1993 var samtals 14 fuglar. Flór- goðinn er í útrýmingarhættu á Islandi og næstu byggðir svipaðar að stærð eru vestur á Snæfellsnesi og austur við Þjórsá. Flór- goðarnir á Ástjörn eru líka mikið á Urriða- kotsvatni og verpa þar stundum; verndun þeirra snertir því bæði bæjarfélögin. Höfundur leggur til í skýrslunni að Hafnarljarðarbær láti þegar í stað girða friðlandið við Ástjörn og hafi eftirlitsmann með því á sumrin þannig að hægt sé að tryggja fuglunum frið til að verpa og koma upp ungum. Einnig verði óbyggt jaðar- svæði umhverfis friðlandið stækkað frá því sem gert er ráð fyrir í skipulagi Hafnarfjarðar og að Ásfjall verði tengt friðlandinu. í skýrslunni segir að nái þessar verndunaraðgerðir fram að ganga sé ekkert því til fyrirstöðu að leyfa áhuga- sömum almenningi að kynnast af eigin raun fuglalífi Ástjarnar um varptímann. Það væri gert með því að heimila umferð á ákveðnunr tímum dags eftir göngustigum að feluhúsi á bakka tjarnarinnar. Þaðan gætu menn, án þess að trufla fuglana, verið áhorfendur að þessu mikla ævintýri sem leikið er hvert vor og sumar á Ás- tjörn. Vonandi næst sátt um að tryggja framtíð lífríkis Ástjarnar. - Þetta er fróð- lcg skýrsla sem erindi á til allra sem áhuga hafa á lífríki og náttúruvernd á Innnesjum. Þeim sem vilja tryggja sér eintak er bent á að snúa sér til Páls Stefánssonar hjá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðarsvæðisins. Erling Olufsson Náttúrufræðingurinn 63 (3-4), bls. 150, 1993. 150
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.