Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 32
GANGUR A TVEIMUR
JAFNFLJÓTUM
Samkvæmt hefðbundnum skoðunum
þróuðust menn af dýrum á gresjum
Afríku, savanna- eða staktrjáaslétt-
unum. Sumir töldu að forfeður okkar
hefðu farið að ganga uppréttir þegar
heilinn þroskaðist. Þá hefðu þeir í
auknum mæli beitt höndunum til ým-
issa verka og hætt að nota þær til
gangs. Nú er hins vegar ljóst orðið að
áar okkar gengu uppréttir áður en heil-
inn fór að stækka að gagni.
Það er erfitt að finna skýringu á
hvað knúið hafí gresjudýr til að rísa
upp á afturfæturna. Enn erfiðara er þó
að gera sér mynd af hvernig þróunin
hafi átt sér stað. Væntanlega hafa dýr-
in verið óratíma að ná tökum á þessari
nýju hreyfítækni. Hvaða nauður rak
þau til að sperra sig við að standa upp
á endann um tugþúsundir ára meðan
þeim sóttist léttar að ferðast á íjórum
fótum?
Uppréttur gangur var alldýru verði
keyptur og við erum enn að gjalda fyrir
þetta uppátæki forfeðranna. Hrygg-
súlan í ferfættu dýri minnir á hengibrú
sem skorðuð er við mjaðmir og axlir.
En við höfum breytt henni í vindubrú
með hjörum við mjaðmir og tökum
fyrir vikið á okkur ýmiss konar bak-
veiki. Þrýstingur innyfla í nýrri stöðu
og álag á æðar veldur svo æðahnútum,
gyllinæð og fleiri kvillum.
Það er þetta sem Morgan á við með
„örunum eftir þróunina". Á titilsíðu
bókarinnar vitnar hún í Stephen Jay
Gould, prófessor í líffræði, jarðfræði
og vísindasögu við elsta háskóla í
Bandaríkjunum, Harvardháskóla:
„Leifar hins liðna sem enga merkingu
hafa í samtímanum - gagnslausar,
einstæðar, skrítnar eða út í hött - bera
sögunni vitni.“
Hugsum okkur prímata sem fer að
lifa í vatni. Hann getur rétt úr sér í
lóðréttri stöðu án áfalla. Uppdrifið í
vatninu verður til þess að hvorki reynir
á hrygg né æðar. Skuldin fellur ekki í
gjalddaga fyrr en löngu síðar, þegar
skepnan neyðist til að leita aftur á land
og getur þá ekki lengur gengið á Qór-
um fótum.
Nefapi, Nasalis larvatus, lifir í
fenjaskógum á Borneó. Nafnið er dreg-
ið af heljarstóru og lafandi nefi karl-
apanna. Þegar nefapar fara niður úr
trjánum hafna þeir oftar í vatni en á
þurru enda eru þeir ágætlega syndir
og hafa auk þess sést ganga uppréttir
í vatni sem nær þeim upp á bringu.
Telur Morgan þá lifandi dæmi um það
hvernig líf í vatni geti ýtt undir upp-
réttan gang prímata.
SNOÐIN HÚÐ
Hvers vegna misstu forfeður okkar
feldinn? Darwin játar að hann botni
ekki í því: „Engum dettur í hug að
menn hafi af því beinan hag að húð
þeirra sé ber. Líkaminn hefur því ekki
glatað hárinu við náttúrlegt val.“
Morgan rekur ýmsar tilraunir þróunar-
sinna síðari tíma til að skýra hármiss-
inn á sléttum Afríku og fínnur þær
allar léttvægar.
Loðinn feldur einangrar gegn kulda
með því að halda í sér lofti. Gegn-
blautur feldur er gagnslaus enda eru
spendýr sem ala allan aldur sinn í
vatni, hvalir og sækýr, hárlaus. Kenn-
ing Hardys og Morgans skýrir því
ágætlega snoðna húð manna.
SALTUR SVITI
Vatn sem gufar upp bindur varma.
Þetta færa mörg spendýr sér í nyt og
svitna þegar þeim er heitt. Svitinn
gufar svo upp, tekur með sér varma-
orku úr húðinni og líkaminn kólnar.
Svitakirtlar í Inið manna eru frá-
bmgðnir svitakirtlum annarra dýra og á
ýmsan hátt ófullkomnari. Þeir taka svo
154