Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 52
landia arctica) er einkennissteingerv-
ingur þessa beltis en jafnframt er hlut-
fall gljáhnytlu (Nucula tenuis expansa)
hátt. Að öðru leyti eru tegundirnar fáar.
A myndunartíma þessara jarðlaga hefur
hitastig sjávar verið mjög lágt,
setmyndun hefur verið hröð og lítið
um lífræn efni í botneðjunni. A okkar
dögum er sambærilegt samfélag (Port-
landia arctica samfélag) helst að fínna
í helköldum sjó, framan við jökul-
sporða þar sem setframboð er mikið.
Macoma calcarea-Nucula tenuis
expansa beltið
Þetta lífbelti tekur til lags 10. Ein-
kennislífverur eru tvær ífánutegundir,
hallloka (Macoma calcarea) og gljá-
hnytla (Nucula tenuis). Samkvæmt nið-
urstöðum fyrri rannsókna teljast því
til þessa beltis tvö botndýrasamfélög,
halllokusamfélag og smyrslings-
samfélag. Halllokusamfélagið í lagi 10
einkennist af háu hlutfalli af hreyfan-
legum ífánutegundum sem eru jafn-
framt setætur. Umhverfíð hefur verið
orkulítið og lokað fyrir úthafsöldunni,
eðjubotninn laus í sér og setmyndunin
hröð. Ut frá samsetningu fánunnar má
áætla að hitastig sjávar hafí verið svip-
að því sem er í dag. Smyrslings-
samfélagið hefur aðeins fundist á
takmörkuðu svæði efst í lagi 10 og í
lagi 12. Dýpi hefur verið minna og
orka í umhverfinu meiri en þegar
jarðlögin næst fyrir neðan mynduðust.
Þannig er smyrslingur (Mya truncata)
eina tegundin sem fínnst í lífsstöðu í
því samfélagi enda grefur hann sig
djúpt niður í botninn þannig að straum-
ar og öldurót hafa ekki náð að svipta
setinu ofan af honum.
Arctica islandica-Cyrtodaria angusta
beltið
Þetta lífbelti tekur til skeljalags 12,
setið er skálagaður sandsteinn með
stöku siltböndum inn á milli. Skelja-
linsur og brot af skeljum eru algeng.
Fánan er miklu tegundaauðugri en í
hinum lífbeltunum og hlutfall þeirra
tegunda sem lifa á því að sía fæðuagnir
úr sjónum er töluvert hærra en þeirra
sem lifa sem setætur. Einkennis-
tegundir þessa beltis eru hinar
stórvöxnu tegundir kúskel (Arctica
islandica) og hin útdauða Cyrtodaria
angusta. Jafnframt er mikið af hall-
loku (Macoma calcarea) og hinni smá-
vöxnu silkinurtu (Mysella bidentata).
Þetta er kaldtempruð (boreal) fána sem
lifði á litlu dýpi, eins og tilvist þara-
hettu (Helicon pellucidus), nákuðungs
(Nucella lapillus), trönusystur (Nucul-
ana minuta), gluggaskeljar (Pododesm-
us squamula aculeata), hrukkubúldu
(Thyasira sarsi), silkinurtu (Mysella
bidentata), kúskeljar (Arctica island-
ica) og tígulskeljategundarinnar
Spisula elliptica bendir til.
Breytingar á lindýrategundum upp
eftir Svarthamarssyrpunni sýna greini-
lega hlýnun sjávar. Fyrstu lífverurnar
þrifust í köldum sjó, sennilega við
jökuljaðar, en efst í syrpunni eru teg-
undir sem lifa við strendur Islands á
okkar dögum.
NIÐURSTÖÐUR
Ásýnd Svarthamarssyrpunnar ber
vott um mikla loftslagssveiflu við
12. mynd. Umhverfísbreytingar við Tjör-
nes. Elstu setlögin í Svarthamarssyrpunni
mynduðust í umhverfmu efst á myndinni
en þau yngstu neðst. Atburðarásinni er lýst
nánar í textanum. Litirnir á setlögunum
eru útskýrðir á 4. mynd. Environmental
reconstruction of the Breidavík area dur-
ing the accumulation of the Svarthamar
Member. The oldest sedhnents of the mem-
ber were formed in the environment envis-
aged in the topmost block diagram, the
youngest ones in the lowermost one. For
legend see Fig. 4.