Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 62
6. mynd. Jarðhnetur (Arachis hypogea) eru
i raun baunir. Plantan sjálf er lágvaxin
skriðul jurt frá Suður-Ameríku. Blómin
standa á legg sem eftir frjóvgun sveigist
niður og ýtir blóminu, eða óþroskuðu ald-
ininu, niður í jarðveginn. Aldinin, jarð-
hneturnar, þroskast neðanjarðar. Teikning
tekin úr Simpson og Conner Ogorzaly
1986.
Dreifmg með vatni
Dreifing fræja með vatni er ekki
þekkt hjá berfrævingum og aðeins fáar
blómplöntur nota þessa leið. Það má
vel vera að dreifing með vatni sé
undantekning frá þeirri annars al-
mennu reglu að fræ dreifist stutt og
að ijöldinn falli mjög hratt með íjar-
lægð frá móðurplöntu. Þetta á sérstak-
lega við um plöntur sem lifa við sjó.
Mörg eða flest fræ deyja séu þau
sett í salt vatn en fræ margra fjöru- og
strandplantna þola að liggja mánuðum
saman í sjó. Þessar tegundir hafa oft
víðáttumikla útbreiðslu. Þær örfáu
blómplöntutegundir sem talið er hugs-
anlegt að hafi náttúrulegt útbreiðslu-
svæði í öllum heimsálfum við mið-
baug eru annaðhvort vatnaplöntur eða
strandplöntur (Good 1977). Af þessum
tegundum er kókospálminn þekktastur
en þó er óvíst og umdeilt hvort hann
var að finna í Ameríku fyrir daga
Kólumbusar. Af íslenskum tegundum
sem dreifast með sjó má nefna fjöru-
kál, blálilju og fjöruarfa en slíkar teg-
undir voru með fyrstu landnemum í
Surtsey (Sturla Friðriksson 1975).
Hjá sumum tegundum sem lifa við
ár og vötn geta fræin dreifst með vatni
og vist er að hvannafræ dreifast oft á
þennan hátt.
Dreifing með vindi
Þegar útlit og lögun fræja er skoðað
er freistandi að álykta að þau sýni oft
aðlögun að dreifingu með vindi þannig
að fræin svífi lengra með þessum sér-
kennum en þau hefðu gert án þeirra.
Fræ eru oft vængjuð (7. og 9. mynd),
með svifhárabrúsk eða mynda svif-
hnoðra þannig að yfírborðshlutfall
þeirra miðað við þyngd eða rúmmál
verður hátt. En hvað skyldu fræ dreif-
ast langt og livað skiptir lögun þeirra
miklu máli?
Mælingar á fjarlægð vinddreifðra
fræja frá móðurplöntu hafa sýnt að
flest fræ fara skammt (t.d. Harper
1977, Howe og Westley 1986). Þétt-
leiki fræja út frá móðurplöntu sýnir
lógaritmískt fall; í dreifðum gróðri
eykst stundum fjöldinn fyrst með fjar-
lægð en nær fljótt hámarksþéttleika. I
þéttum gróðri fellur fjöldinn jafnt með
fjarlægð. En hversu miklu máli skiptir
hönnun fræsins?
Fræ plantna af körfublómaætt dreif-
ast gjarnan með vindi. Mörg sýna það
sem kalla mætti mismunandi útfærslu
á einni og sömu grunnhugmyndinni,
þar sem „dreifieiningin“ er hnota með
184