Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1993, Síða 62

Náttúrufræðingurinn - 1993, Síða 62
6. mynd. Jarðhnetur (Arachis hypogea) eru i raun baunir. Plantan sjálf er lágvaxin skriðul jurt frá Suður-Ameríku. Blómin standa á legg sem eftir frjóvgun sveigist niður og ýtir blóminu, eða óþroskuðu ald- ininu, niður í jarðveginn. Aldinin, jarð- hneturnar, þroskast neðanjarðar. Teikning tekin úr Simpson og Conner Ogorzaly 1986. Dreifmg með vatni Dreifing fræja með vatni er ekki þekkt hjá berfrævingum og aðeins fáar blómplöntur nota þessa leið. Það má vel vera að dreifing með vatni sé undantekning frá þeirri annars al- mennu reglu að fræ dreifist stutt og að ijöldinn falli mjög hratt með íjar- lægð frá móðurplöntu. Þetta á sérstak- lega við um plöntur sem lifa við sjó. Mörg eða flest fræ deyja séu þau sett í salt vatn en fræ margra fjöru- og strandplantna þola að liggja mánuðum saman í sjó. Þessar tegundir hafa oft víðáttumikla útbreiðslu. Þær örfáu blómplöntutegundir sem talið er hugs- anlegt að hafi náttúrulegt útbreiðslu- svæði í öllum heimsálfum við mið- baug eru annaðhvort vatnaplöntur eða strandplöntur (Good 1977). Af þessum tegundum er kókospálminn þekktastur en þó er óvíst og umdeilt hvort hann var að finna í Ameríku fyrir daga Kólumbusar. Af íslenskum tegundum sem dreifast með sjó má nefna fjöru- kál, blálilju og fjöruarfa en slíkar teg- undir voru með fyrstu landnemum í Surtsey (Sturla Friðriksson 1975). Hjá sumum tegundum sem lifa við ár og vötn geta fræin dreifst með vatni og vist er að hvannafræ dreifast oft á þennan hátt. Dreifing með vindi Þegar útlit og lögun fræja er skoðað er freistandi að álykta að þau sýni oft aðlögun að dreifingu með vindi þannig að fræin svífi lengra með þessum sér- kennum en þau hefðu gert án þeirra. Fræ eru oft vængjuð (7. og 9. mynd), með svifhárabrúsk eða mynda svif- hnoðra þannig að yfírborðshlutfall þeirra miðað við þyngd eða rúmmál verður hátt. En hvað skyldu fræ dreif- ast langt og livað skiptir lögun þeirra miklu máli? Mælingar á fjarlægð vinddreifðra fræja frá móðurplöntu hafa sýnt að flest fræ fara skammt (t.d. Harper 1977, Howe og Westley 1986). Þétt- leiki fræja út frá móðurplöntu sýnir lógaritmískt fall; í dreifðum gróðri eykst stundum fjöldinn fyrst með fjar- lægð en nær fljótt hámarksþéttleika. I þéttum gróðri fellur fjöldinn jafnt með fjarlægð. En hversu miklu máli skiptir hönnun fræsins? Fræ plantna af körfublómaætt dreif- ast gjarnan með vindi. Mörg sýna það sem kalla mætti mismunandi útfærslu á einni og sömu grunnhugmyndinni, þar sem „dreifieiningin“ er hnota með 184
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.