Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 66
um aldinum sem dreifast með dýrum.
Dreifíng fræja með maurum er þekkt
hjá tegundum a.m.k. 60 ætta blóm-
plantna bæði í hitabelti og í tempraða
beltinu (Fenner 1985). Flest þessara
fræja eru með litla fitukúlu (eliasome)
á öðrum endanum. Maurarnir draga
fræin í bú sín og safna þeim saman.
Þeir éta fitukúluna en skilja fræin
síðan eftir (Beattie og Culver 1982).
Hér á landi eru þessir maurar ekki til.
Engu að síður eru hér plöntur, t.d. vall-
hæra (Luzula multiflorá), sem mynda
fræ með fitukúlu og sem í öðrum
löndum er dreift með maurum.
Hjá tegundum sem mynda kjötkennd
aldin utan um fræin, sem síðan er
dreift er með dýrum, getur verið að
máli skipti hvort mörg eða fá aldin eru
mynduð. Sýnt hefur verið fram á að
dýr fara frekar að trjám sem bera mörg
aldin en fá og þannig má vera að það
skili sér í betri dreifingu fræjanna að
mynda sjaldnar fræ en fleiri í einu (t.d.
Janzen 1971, Bawa 1980). Annars eru
skilin milli afræningja á fræjum og
frædreifenda óglögg; mörg dýr eru
hvort tveggja í senn. Fræ eru að mörgu
leyti ákjósanleg fæða fyrir dýr. I þeim
er miklu minna vatn en í öðrum
plöntuhlutum en yfirleitt hærra hlutfall
próteina og fitu, efna sem oft eru mjög
takmarkandi fyrir vöxt dýra. Ekki eru
öll fræ þó jafn lostæt. Sum eru eitruð.
Til dæmis eru baneitraðar amínósýrur
í fræjum sumra plantna af ertublóma-
ætt. Stundum er aðeins hluti fræsins
eitraður. Ur fræjum Ricinus communis
er t.d. unnin laxerolía. Hún fæst úr
fræhvítunni en í kíminu eru prótein
sem eru banvæn, jafnvel í mjög litlum
skömmtum (Evans 1989).
Dreifing á milli landa
En ef flest fræ fara svona stutt,
hvernig geta þau dreifst milli landa
og heimsálfa?
Það er athyglisvert að á fyrri
jarðsöguskeiðum virðist flóra jarðar
hafa verið einsleitari en nú er, þ.e.
minni munur var á samsetningu
gróðurs í heimshlutum á svipuðum
breiddargráðum. Sú tilgáta hefur verið
sett fram að ein ástæða fyrir því að
þetta breyttist hafi verið sú að í stað
plantna sem íjölga sér með gróum urðu
fræplöntur ríkjandi. Gróin eru örsmá
og fislétt og geta auðveldlega borist
um langan veg með vindi. Fræin eru
undantekningalítið miklu stærri og
þyngri og þeim er að auki oft dreift í
stórum aldinum (Raven o.fl. 1992).
Þótt hér á undan hafi áhersla verið
lögð á að fræ dreifist yfirleitt ekki
langt eru vissulega til undantekningar.
Því má ekki gleyma að enda þótt allur
meginþorrinn berist skamma leið getur
brotabrotið sem fer miklu lengra skipt
gífurlegu máli fyrir nýliðun og áfram-
haldandi tilvist stofnsins. Aftur má
hafa það í huga að allra tegunda, nema
þeirra sem einkenna lokastig fram-
vindu, bíður staðbundin útrýming.
Stofninn deyr út þegar samfélagið
færist á næsta framvindustig. Aðeins
fræ sem bárust út fyrir svæðið munu
skila af sér afkomendum.
Samsetning fánu og flóru á ein-
angruðum úthafseyjum er heillandi
fyrir líffræðinga. Dýr og plöntur eru
framandi og einkennileg, afkomendur
fárra einstaklinga sem á milljónum ára
hafa einhvern veginn borist til þessara
eyja og hafa þróast þar í einangrun
síðan. Hawaii-eyjarnar eru eitt besta
dæmið um slíkar eyjar. Reiknað hefur
verið út að þangað liafi plöntufræ
borist á 20-30.000 ára fresti (Carlquist
1967). Öll hawaíska flóran er þróuð
af fáum landnemategundum og eru um
94% tegunda blómplantna einlendar
(Carlquist 1980). Með því að skoða
dreifingarmáta plantnanna sjálfra og
öruggra eða líklegra forfeðra þeirra má
188