Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 68

Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 68
leiða líkur að því hvernig þær bárust til eyjanna. Carlquist (1967) telur að um 2/3 landnemanna hafi komið með fuglum, ýmist í maga þeirra (um 40%) eða á fjöðrum eða fótum (ca. 35%). Stærstur hluti þeirra sem eftir eru hefur líklega borist með sjávarstraumum. Carlquist telur að nálægt íjórðungur hafi borist fljótandi, annaðhvort á sjónum eða á öðrum plöntum, s.s. rekaviði. Mjög fáar eða nær engar hafa borist með vindi og virðist svipað gilda um aðrar mjög einangraðar úthafseyjar (sjá t.d. Fenner 1985). AÐ ÞEKKJA SINN VITJUNARTÍMA Dvali er dreijlng fræja í tíma Ymsir eiginleikar fræja hafa verið kunnir mönnum frá ævafornu fari, enda mikilvægt fyrir akuryrkjuþjóðir að kunna skil á spírun nytjajurta og áhrifum umhverfís. Af skrifum Þeó- frastosar (um 372-287 f.Kr.) má m.a. ráða að menn skildu þýðingu fræhvít- unnar sem næringarforða fyrir plöntu- kímið, þeir vissu að fræ gerðu ólíkar kröfur til umhverfisins varðandi spírun, að fræ voru mislanglíf eftir tegundum og að það bætti spírun að leggja fræ í bleyti fyrst (Evenari 1984). Segja má að dvali fræja sé ekkert annað en dreifing í tíma. Plöntur geta valið um tvær leiðir; að dreifast vel í tíma eða rúmi. Þær ráða yfirleitt mjög litlu um hvar fræið lendir í rúmi en virðast hafa betri tök á að tímasetja spírunina rétt, þ.e. fræið getur numið ýmis áreiti í umhverfmu og beðið með að spíra þar til aðstæður eru hagstæðar. Hvaða hluti frœsins ræöur því hvenœr frœið spírar? Þegar hefur verið minnst á að fræ blómplantna eru af þrennum uppruna. Fræskurnin er alfarið mynduð úr vef móðurplöntunnar, fræhvítan er að tveimur þriðju frá móður og einum þriðja frá föður en kímið sjálft hefur þegið sitt erfðaefni jafnt frá hvoru for- eldri um sig. Það er misjafnt hvaða hluti fræsins er næmur fyrir því áreiti sem hvetur spírun. Það getur verið fræ- skurnin, fræhvítan eða kímið sjálft (Westoby 1981). Svo virðist því sem móðurplantan hafi meiri áhrif á dreif- ingu fræsins í tíma en faðirinn. Hvers vegna liggja fræ í dvala? Á flestum svæðum jarðar eru árstíða- skipti í veðurfari þannig að vöxtur er hægur eða liggur niðri hluta ársins. Þannig skiptast á annaðhvort regn- og þurrktímabil eða kaldir vetur og hlý sumur. Fræ eru þá yfirleitt þroskuð í lok vaxtartímabilsins (regntímans eða sumars) en það er ekki besti tíminn til spírunar. í regnskógum hitabeltis eru engin árstíðaskipti og þar hefur ekki verið valið íyrir því að bíða með spírun. Hjá plöntum utan hins raka hitabeltis er það regla fremur en undantekning að fræin spíra ekki strax og þeim hefur verið dreift. Spurningunni um hvers vegna fræ liggja í dvala er hægt að svara lífeðlislega (hvaða eiginleikar fræsins valda því að það spírar ekki strax) og út frá vistfræðilegum eða þróunarfræðilegum forsendum (hvers vegna hefur náttúruvalið hyglað þeim einstaklingum sem mynduðu fræ sem ekki spíruðu strax?). Ef umhverfið væri alltaf jafnhagstætt fyrir spírun plantna væri dvali ekki til - eins og reyndin er í sírökum hita- beltisskógum þar sem árstíðasveiflur eru hverfandi. Dvali hefur þróast vegna þess að umhverfið er breytilegt og ekki nema stundum hagstætt fyrir spírun og vöxt ungplantna. Einnig má taka dæmi af einærum plöntum; ef fræ þeirra lægju ekki i dvala og söfnuðust í fræforða heldur spíruðu öll á hverju ári myndi stofn þeirra þurrkast út í einu vetfangi ef eitthvað kæmi fyrir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.